Við erum í samstarfi við fjölbreyttan hóp snillinga sem veita innblástur með vandaðri framsögn um áhugavert og fræðandi efni

Við hjá PROtraining bjóðum fjölbreytt úrval lengri og skemmri fyrirlestra sem við köllum þá orkuskot og virka þau vel inn í starfsdaginn eða sem morgun- eða hádegisstund. Við erum í samstarfi við fjölbreyttan hóp snillinga sem veita innblástur með vandaðri framsögn um áhugavert og fræðandi efni. Efnistökin eru af margvíslegum toga svo sem; orkustjórnun, hugarfar grósku, framtíðin og ég, hamingja og vellíðan, borðsiðir, virkja eigin styrkleika, sálfræðilegt öryggi í liðsheild, upp úr hjólfarinu, öflugri liðsheild, tilfinningagreind, tímastjórnun, umhverfisvitund, forðast kulnun.