Við hjá PRO bjóðum fjölbreytt úrval fyrirlestra sem henta bæði einir og sér og sem hluti af viðburði. Við erum í samstarfi við hóp snillinga sem veita innblástur með vandaðri framsögu um áhugavert og fræðandi efni.

Fyrirlesarar

Bergur Ebbi

Bergur Ebbi

Áhrif tækninýjunga á samfélagsuppbyggingu okkar.

Í fyrirlestrum sínum leggur Bergur Ebbi áherslu á málefni tengd tækninýjungum, og áhrifum þeirra á samfélagsuppbyggingu okkar. Hvað verður um störfin og hver mun fara með völdin á tímum falsfrétta, gervigreindar og gegndarlausrar upplýsingasöfnunar?

Sjá meira
Sirrý Arnardóttir

Sirrý Arnardóttir

Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum – ásamt fleiri fyrirlestrum, (undir „sjá meira“)

Verkfærakista og hagnýt ráð til að nýta sér sviðsskrekk, ná í gegn í ræðupúlti eða á fjarfundum, takast á við neikvæða strauma, finna sinn stíl, skotheld aðferð við að undirbúa ,,óundirbúna ræðu”.

Sjá meira
Örn Haraldsson

Örn Haraldsson

Hvað er teymi?

Hvað felst í að vinna í teymi og hvað þarf til að teymi nái raunverulegum árangri? Örn Haraldsson er teymisþjálfari og PCC stjórnendamarkþjálfi og ræðir um teymisvinnu út frá eigin reynslu ásamt fræðilegu sjónarhorni.

Sjá meira
Snjólaug Ólafsdóttir

Snjólaug Ólafsdóttir

Lærdómar og tækifæri úr Covid-19 í sjálfbærni og loftslagsmálum?

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir dregur fram nokkra lærdóma af viðbrögðum heimsins við Covid-19 og speglar í afstöðu og viðbrögðum til loftslagsmála og sjálfbærni.

Sjá meira
Leifur Örn Svavarsson

Leifur Örn Svavarsson

Undirbúningur, áhætta og árangur

Leifur Örn Svavarson hefur í áratuga starfi sínu sem fjallaleiðsögumaður stýrt farsælum leiðöngrum á Everest, hæstu tinda allra heimsálfutindana, yfir Grænland og á báða pólana.

Sjá meira
Héðinn Unnsteinsson

Héðinn Unnsteinsson

Vertu úlfur – tilbrigði við geðheilbrigði

Héðinn er rithöfundur og fyrirlesari sem sækir reynslu sína í hlutverk sem sérfræðingur í stefnumótun innan Stjórnarráðsins auk þess að hafa starfað lengi innan geðheilbrigðismála hér heima og erlendis.

Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir

Ugla Stefanía Kristjönudóttir

Trans fólk í nútíma samfélagi

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur, rithöfundur og tals manneskja fyrir réttindum trans fólks. Ugla hefur beitt sér fyrir réttindum trans fólks á Ísland.

Sjá meira
Lilja Bjarnadóttir

Lilja Bjarnadóttir

Sáttamiðlun á vinnustöðum

Fyrirlesturinn Sáttamiðlun á vinnustöðum fjallar um það hvernig stjórnendur geta nýtt sér aðferðafræði sáttamiðlunar til þess að grípa fyrr inn í ágreiningsmál og þannig komið í veg fyrir að deilumál stigmagnist.

Sjá meira
Þorsteinn Bachmann

Þorsteinn Bachmann

Máttur umbreytinga

Þorsteinn Bachmann kynnir nokkur leynileg klækjabrögð úr smiðju leikarans til að efla skapandi hugsun og umbreytingar- og aðlögunarhæfni í leik og starfi. Að skapa eitthvað úr engu.

Sjá meira
Edda Hermannsdóttir

Edda Hermannsdóttir

Framkoma

Flest þurfum við einhvern tímann að koma fram eða tala fyrir framan aðra, hvort sem það er fyrir framan lítinn eða stóran hóp. Edda Hermannsdóttir fer yfir helstu atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur af undirbúningi og afslappaðri framkomu.

Sjá meira
Gísli Einarsson

Gísli Einarsson

Saga að segja frá.

Síðustu tuttugu ár hefur Gísli gert fátt annað en að segja sögur, hann segir sögur í sjónvarpi, á árshátíðum og hverskonar skemmtunum og ekki síður á ferðalögum sem leiðsögumaður.

Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir

8848 ástæður fyrir því að gefast upp!

Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.

Sjá meira
Ragnheiður Aradóttir

Ragnheiður Aradóttir

Hugarfar grósku – ásamt fleiri fyrirlestrum (undir „sjá meira“)

Tilfinningalegt hreysti, hugarfar grósku, sjálfsvinsemd og þrautseigja og seigla eru aðeins nokkur af fjölmörgum efnistökum sem Ragnheiður býður uppá í fyrirlestrum fyrir atvinnulífið.

Sjá meira
Sævar Helgi Bragason

Sævar Helgi Bragason

Skemmtimennt

Sævar hefur starfað við vísindamiðlun hjá Háskóla Íslands, kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum, í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðjunni.

Sjá meira
Stefán Pálsson

Stefán Pálsson

Skál í 1150 ár! – ásamt fleiri fyrirlestrum (undir „sjá meira“)

Stefán Pálsson er sagnfræðingur með ansi vítt áhugasvið. Hann hefur skrifað bækur um allt mögulegt s.s. fótbolta, bjór, tækni og vísindi, bókstafinn ð o.fl. Hann er eftirsóttur leiðsögumaður í sögugöngum víðsvegar í borgarlandinu.

Sjá meira
Pálmar Ragnarsson

Pálmar Ragnarsson

Fyrirlestur um jákvæð samskipti

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins.

Sjá meira
Sigga Dögg

Sigga Dögg

Foreldrar kjafta um kynlíf

Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir og ómissandi liður í vel lukkaðri kynfræðslu. Það er nauðsynlegt að foreldrar og forráðamenn unglinga geti talað við þau um kynlíf, ástina, líkamann, samskipti og samþykki.

Sjá meira
Bjartur Guðmundsson

Bjartur Guðmundsson

Óstöðvandi liðsandi

Óstöðvandi liðsandi er óvenjulegur, skemmtilegur og orkueflandi hvatningarfyrirlestur með Bjarti Guðmundssyni leikara og frammistöðuþjálfa hjá www.optimized.is

Sjá meira
Margrét Sigurbjörnsdóttir

Margrét Sigurbjörnsdóttir

Núvitund og vellíðan

Í fyrirlestrinum kynnir Margrét núvitund og ávinning af núvitundariðkun. Þátttakendum verða kynntar einfaldar núvitundaræfingar og boðið að prófa að stunda núvitund. Margrét tengir núvitund við aðferðir úr jákvæðri sálfræði sem skv. rannsóknum stuðla enn frekar að hamingju og vellíðan.

Sjá meira
Katrín Oddsdóttir

Katrín Oddsdóttir

Mannréttindi á mannamáli

Stundum fæðast hugmyndir sem mannkynið getur verið ótrúlega fljótt að tileinka sér og ákveða að trúa á í sameiningu og jafnvel berjast fyrir. Mannréttindi eru einmitt slík hugmynd.

Sjá meira
Áshildur Hlín Valtýsdóttir

Áshildur Hlín Valtýsdóttir

Hljóðheilun

Áshildur hefur brennandi áhuga á því að sjá fólk vaxa og uppgötva nýjar víddir innra með sér. Hún vinnur með gong, kristalshörpu og fleiri hljóðfæri í þeim tilgangi að koma ró á hugann, víkka vitundina og ná dýpri tengingu við sjálfið.

Sjá meira
Tómas Guðbjartsson

Tómas Guðbjartsson

Ein heild

Tómas, Prófessor og yfirlæknir, hjarta- og lugnaskurðdeild Landspítala. Ein heild, mikilvægi þess að allir vinni saman í teymi eins og við að bjarga mikið slösuðum eða í hjartaaðgerð.

Sjá meira
Vilhjálmur Andri Einarsson

Vilhjálmur Andri Einarsson

Hættu að væla Komdu að Kæla

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”.

Sjá meira
Elín Gränz

Elín Gränz

Er starfið mitt að breytast?

Hvernig er starfið mitt að þróast eða breytast og af hverju? Hvaða tækifæri hef ég í þessari þróun og hvað þarf ég að gera til að taka þátt?

Sjá meira
Bergþór Pálsson

Bergþór Pálsson

Lífsgleði eftir pöntun

Bergþór fjallar um aðferðir sem hann hefur notað til að auka framkvæmdahug og lífsorku, m.a. möntrur sem byggjast á því að máttur orða og hugsana er meiri en við gerum okkur grein fyrir.

Sjá meira
Þorsteinn Guðmundsson

Þorsteinn Guðmundsson

Húmor í samskiptum

Þorsteinn Guðmundsson hefur lengi skemmt Íslendingum með uppistandi og fyrirlestrum um ýmis málefni. Vinsælasti fyrirlestur hans um þessar mundir fjallar um húmor í samskiptum.

Sjá meira
Ragnhildur Vigfúsdóttir

Ragnhildur Vigfúsdóttir

Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?

Í fyrirlestrinum er leitað í verkfærakistu jákvæðrar sálfræði, talað er um styrkleika, jákvæðar tilfinningar og hamingjuaukandi aðgerðir.

Sjá meira
Þorvaldur Ingi Jónsson

Þorvaldur Ingi Jónsson

Lífsorka og gleði – Qigong lífsmátinn

Í fyrirlestrinum er leitað svara við spurningum eins og: Hvað þarf ég / við að gera til að byggja upp liðsheild leiðtoga og sigurvegara? Erum við betri í dag en í gær?

Sjá meira
Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson

Veislu- og borðsiðir

Í fyrirlestrinum fjalla þeir um borðsiði á léttum nótum, en snerta einnig á almennum mannasiðum og getur efnið farið eftir samspili og spurningum frá hópnum í hvert skipti.

Sjá meira