Okið undan sjálfum mér

Hreinskiptinn fyrirlestur leikarans Björgvins Franz lýsir því hvernig hann umbreytti eigin vinnubrjálæði yfir í innri ró og raunverulega starfsánægju. Hann veltir því upp hvernig hægt er að verða betri starfskraftur með því að verja færri klukkustundum í vinnu en meiri tíma með fjölskyldu og vinum. Stuðst er við aðferðir sem nýst hafa til þjálfunar fyrir afreksíþróttafólk og stjórnendur nokkurra stærstu fyrirtækja heims.