Hugarfar og samskipti til umbreytinga

Ragnheiður Aradóttir, stjórnendamarkþjálfi, og Þorsteinn Bachmann, leikari, hafa bæði gífurlegan áhuga á mannlegum samskiptum og eflingu fólks og hafa bæði getið sér gott orð sem kröftugir fyrirlesarar. Í fyrirlestrinum ,Hugarfar og samskipti til umbreytinga’ leiða Ragnheiður og Þorsteinn saman hesta sína til þess að fjalla um þetta mikilvæga málefni og skapa saman virkilega vandaða og áhrifaríka blöndu byggða á fjölþættri þekkingu þeirra og reynslu.

Í fyrirlestrinum fjalla Ragnheiður og Þorsteinn um það hvernig við getum notað hugarfar og samskipti til þess að takast á við síbreytandi umhverfi, notað umbreytandi tækni leikara til þess að skapa ákveðin skilyrði, hugsað á grænu ljósi og skapað okkur umbreytingar- og aðlögunarhæfni í leik og starfi.

Hvernig getur hugarfar grósku hjálpað okkur að vaxa? Hver er ávinningur sálræns öryggis og samkenndar í samskiptum? Hvernig getum við skapað andrúmsloft að vild? Fyrirlesturinn er fullur af áhrifaríkum aðferðum og upplýsingum sem skilja áheyrendur eftir með máttinn til þess að umbreytast.