Skemmtimennt

Sævar hefur starfað við vísindamiðlun hjá Háskóla Íslands, kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum, í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðjunni. Hann er einnig tíður gestur í ýmsum fjölmiðlum þegar rætt er um vísindi og vorið 2019 var Sævar umsjónarmaður vinsælla þátta um umhverfismál, Hvað höfum við gert?, sem sýndir voru á RÚV.

Sævar hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir störf sín. Árið 2014 hlaut hann viðurkenninguna Framúrskarandi ungur Íslendingur og árið 2016 hlaut hann viðurkenningu frá Háskóla Íslands fyrir framúrskarandi vísindamiðlun.
Árið 2016 sendi hann þjóðina út að skoða stjörnurnar þegar bókin Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna kom út og árið 2017 beindi hann sjónum okkar að geimverum í bókinni Geimverur – Leitin að lífi í geimnum. Árið 2018 kom út hin bráðnauðsynlega og fróðlega Svarthol – Hvað gerist ef ég dett ofan í?

Þrjár útgáfur af fyrirlestrum sem Sævar býður upp á:

1. Skemmtimennt (infotainment) fyrirlestrar fyrir fyrirtæki og stofnanir um loftslags- og umhverfismál.

2. Skemmtimennt fyrir fyrirtæki og stofnanir um himingeiminn. Í því er fjallað um stjörnumerkin (í hvaða stjörnumerki er fólk raunverulega?) og þátttakendur fá að handleika alvöru loftsteina, t.d. tunglgrjót.

3. Vísindaskemmtun fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við Sigríður Kristjánsdóttir erum að búa til prógramm þar sem við sýnum einfaldar og skemmtilegar eðlisfræðitilraunir sem fjölskyldur geta leikið sér með. Einnig getum við verið með sólarprógramm, þ.e. ef vel viðrar getum við sýnt gestum og gangandi sólina.