Segjum “Já” – kúltur – breytingastjórnun

Magnús Geir Þórðarson fjallar um kraftinn og tækifærin sem felast í því að segja “JÁ”. Magnús fjallar um hvernig við getum þróað fyrirtækjamenningu sem byggist á jákvæðri nálgun, samstöðu og gleði. Einnig fjallar Magnús um tækifærin í breytingum og því að halda starfsemi og starfsmannahópnum stöðugt á hreyfingu. Magnús hefur áralanga reynslu af því að byggja upp sterkar liðsheildir, umbreyta fyrirtækjum og móta uppbyggilega fyrirtækjamenningu.

Magnús Geir er Þjóðleikhússtjóri en áður stýrði hann Borgarleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og Leikfélagi Íslands. Hann var útvarpsstjóri RÚV á miklum umbreytingartímum í starfsemi stofnunarinnar.