Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum – ásamt fleiri fyrirlestrum

Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, fyrirlesari, kennari við Háskólann á Bifröst og rithöfundur.

Sirrý á að baki 30 ára farsælan feril í fjölmiðlum en hefur snúið sér alfarið að stjórnendaþjálfun og kennslu. Hún hefur sérhæft sig í að þjálfa fólk í öruggri tjáningu og samskiptafærni og haldið námskeið fyrir fjölbreytta hópa um árabil.

Er höfundur sjö bóka m.a. ,,Örugg tjáning – betri samskipti”, ,,Laðaðu til þín það góða”, ,,Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný” og
,,Þegar karlar stranda – og leiðin í land”.

Sirrý er menntuð í félags- og fjölmiðlafræði frá HÍ og sótti framhaldsnám hjá fjölmiðlasamsteypu í USA. Í frístundum hefur hún sótt námskeið bæði í miðlun/öruggri tjáningu og hugleiðslu í Oxford og í New York fylki. Sirrý er gift og á tvo uppkomna syni og tengdadætur. Áhugamál bókmenntir, argentínskur tango, hugleiðsla, garðyrkja og hreyfing.

Fyrirlestrar í boði:

Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum
Verkfærakista og hagnýt ráð til að nýta sér sviðsskrekk, ná í gegn í ræðupúlti eða á fjarfundum, takast á við neikvæða strauma, finna sinn stíl, skotheld aðferð við að undirbúa ,,óundirbúna ræðu”.

Laðaðu til þín það góða – Samskiptafærni og leiðir til að halda í sjálfstraust og orku, líka þegar á móti blæs.

Að vera stopp í rússíbana – viljum við fara af stað aftur og halda áfram?
Hvað höfum við lært og ekki lært á tímum Covid? Að hafa trú á sér í breyttum heimi fjórðu iðnbyltingarinnar og ,,Gigg hagkerfis”.

Þegar karlar stranda – leitin að jafnvægi. Fyrirlestur og umræður í tengslum við nýju bókina ,,Þegar karlar stranda – og leiðin í land”.
/ Þegar kona brotnar – leitin að jafnvægi. Fyrirlestur og umræður í tengslum við bókina ,,Þegar kona brotnar – og leiðin út í lífið á ný” Unnin í samstarfi við VIRK. Rætt um álag kvenna og úrræði.

Ath. Tilvalið sem hópefli fyrir vinnustaði eða félagasamtök. Sérhannað er fyrir hvern hóp fyrir sig. Vinnustofur og námskeið líka í boði sjá www.sirry.is