Trans fólk í nútíma samfélagi

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur, rithöfundur og talsmanneskja fyrir réttindum trans fólks. Ugla hefur beitt sér fyrir réttindum trans fólks á Íslandi sem og víðar og var meðal annars listuð sem ein af 100 áhrifamestu konum heims á lista BBC 2019. Hún starfar nú sem formaður Trans Íslands, rekur kvikmyndaverkefnið My Genderation og hefur gefið út bókina Trans Teen Survival Guide ásamt maka sínum. Fyrirlesturinn fjallar um persónulega reynslu Uglu af því að vera trans manneskja í nútíma samfélagi og kemur hún inn á orðanotkun og hugtök, mikilvæga hluti sem er vert að hafa í huga í tengslum við trans fólk og stöðu þeirra, ásamt því að tala um mikilvægi þess að styðja við réttindabaráttu trans fólks og hvernig við getum öll sýnt trans fólki samstöðu. Hægt er að sníða fyrirlesturinn að ákveðnu viðfangsefni ef þörf er á.