Foreldrar kjafta um kynlíf

Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir og ómissandi liður í vel lukkaðri kynfræðslu. Vilja ekki allir að unglingarnir sínir getið tekið upplýsta ákvörðun og staðið með sjálfum sér þegar kemur að þessum hjartans málum? Það er nauðsynlegt að foreldrar og forráðamenn unglinga geti talað við þau um kynlíf, ástina, líkamann, samskipti og samþykki. En þú þarft ekki að hafa svör við öllum mögulegum, og ómögulegum, spurningum um kynlíf heldur þarft aðeins að fá nokkur verkfæri svo þú getir svarað unglingnum af virðingu og fordómaleysi. Á þessum fyrirlestri færð þú þau tæki og tól sem þú þarft til að fara útí þessar samræður auk þess að þetta er fræðandi fyrirlestur fyrir þig um allt sem þú hefðir átt að læra í kynfræðslu í grunnskóla en lærðir aldrei!

Einnig er Sigga Dögg með uppistandið „Klúr kímni“ fyrir vinnustaðinn.

Typpi og píkur og sleikur og slef! Þetta er allt saman svo sprenghlægilegt! En ef þú pælir í því, af hverju erum við svona kjánaleg þegar það kemur að því að tala um kynlíf? Hér verður potað í allskyns rótgrónar hugmyndir um kynlíf og þó nokkrar mýtur og hlegið að því sem er fyndnast í heimi – neðanbeltis húmor!