Pólitíkin á vinnustað, ertu með?

Hver er þessi pólitík á vinnustaðnum, er það ekki bara stjórnmálin í þjóðfélaginu? Farið er yfir birtingarmynd pólitíkur á vinnustað og áhrif hennar á menningu og framgöngu fyrirtækisins.

Anna María Þorvaldsdóttir er eigandi, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi í fyrirtæki sínu Víðsýni. Áður fyrr starfaði hún sem mannauðs- og gæðastjóri í fjölbreyttu fyrirtækjaumhverfi bæði hér á landi og erlendis í yfir 25 ár. Anna María er með executive MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og í PCC vottunarferli hjá alþjóðasamtökunum ICF. Hún situr í stjórn Executive RUMBA Alumni Háskóla Reykjavíkur sem gjaldkeri.