Samfélag fjölbreytileikans

Hvernig búum við til samfélag tækifæra og umburðarlyndis?

Hvernig vinnum við að virðingu í samskiptum og öllu mannlegu samspili?

Þegar samskipti og mannlegt samspil gengur vel, líður fólki vel. Hugmyndaauðgi og framlegð hópa eykst til muna svo ekki sé talað um lífsgæði þeirra sem að máli koma.

Í erindi sínu ræðir Hilma um virðingu og alúð í samskiptum og áskoranir fjölbreytileikans á léttan hátt.

Hilma Hólmfríður er félagsráðgjafi sem hefur starfað að samfélagslegum málefnum í tæpa tvo áratugi. Hilma hefur starfað með innflytjendum og flóttafólki innan stjórnsýslunnar, bæði í beinni þjónustu sem og við stefnumótum. Nú starfar Hilma sem verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ og vinnur þar að ýmsum samfélagslegum verkefnum í samfélagi fjölbreytileikans hjá Reykjanesbæ.

Erindið getur verið um 40 mín langt en einnig er möguleiki á því að sníða það að þörfum hópa og vera með allt að 3ja klst vinnustofur.