Við höfum áralanga og umfangsmikla reynslu af þjálfun mannauðs. Við þjálfum til eflingar og umbreytinga hvort sem er stjórnendur eða liðsheildir. Við hagnýtum jákvæða sálfræði og sérsníðum öll okkar námskeið og vinnustofur að þörfum viðskiptavina okkar.

Ánægðir viðskiptavinir

PRO námskeið

Þjálfun

Við höfum yfirgripsmikla og áralanga reynslu af þjálfun mannauðs á öllum stigum í atvinnulífinu. Við trúum á það sem býr í mannauðnum og að með jákvæðu hugarfari og eflingu á hæfni sé hægt að hámarka árangurinn. PRO býður upp á þjálfun af mörgum toga, bæði styttri námskeið og vinnustofur upp í umfangsmeiri þjálfun sem tekur yfir lengri tíma.

Öll þjálfun hjá PRO er sérsniðin að þörfum viðskiptavinarins. Á öllum námskeiðum, vinnustofum og fyrirlestrum er boðið upp á fjölbreytt efnistök sem sett eru saman að þörfum viðskiptavinar hverju sinni.

Námskeið og vinnustofur

Þarfagreining er unnin áður en námskeið hefst svo að tryggt sé að tekið verði á raunverulegum áskorunum hverju sinni. Lögð er áhersla á virka þátttöku og tengingu við veruleika þátttakenda til að hámarka árangurinn. Notaðar eru aðferðir hóp- og teymismarkþjálfunar. Áhersla er lögð á að efnið sé hagnýtt og aðgengilegt og byggir það á viðurkenndum og fræðilegum grunni.

Námskeið og vinnustofur á vegum PRO eru fyrir:

Nálgun í þjálfun – umfang og fyrirkomulag

Í upphafi er gerð góð þarfagreining svo unnið sé með „réttar” áskoranir og að allir séu sammála um það sem þarf að gera. Búin eru til sameiginleg markmið, tilgangur og væntingar. Þjálfunin er sérsniðin að hópnum sem og einstaklingsmiðuð. Þjálfunin byggir á aðferðum sem þátttakendur æfa á milli skipta með það að markmiði að þjálfa upp breytta venju – nýja hæfni. Veitt verður innsýn í aðferðafræði markþjálfunar og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði eftir því sem við á.

Sjá meira

Stjórnendur

Það er ekki sjálfgefið að stjórnendur hafi leiðtogafærni og getur vönduð umbreytingaþjálfun því verið mikilvæg. Oft er í raun vanmetinn sá þáttur er snýr að mannauðsstjórnuninni. Yngri kynslóðir eru til dæmis drifnar áfram af öðrum hvötum en þær eldri og jákvæð leiðtogafærni og nútíma stjórnunarhættir eru því afar mikilvægir til að ná fram því besta í hverjum og einum liðsmanni. Á stjórnendanámskeiðum PRO skilgreinum við hlutverkið betur, þjálfum einstaklinga í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og aðferðum markþjálfunar

Sjá meira

Námskeið – stjórnendur

Framtíðarleiðtoginn - jákvæð leiðtogafærni

Framtíðarleiðtoginn – jákvæð leiðtogafærni

Lögð er áhersla á hagnýtingu jákvæðrar sálfræði í leiðtogahlutverkinu til að draga fram bestu eiginleika hvers og eins, nýtum aðferðir markþjálfunar og eflum þrautseigju til að umbreyta.

Sjá meira
Jafningjastjórnun

Jafningjastjórnun

Það er krefjandi hlutverk að verða stjórnandi jafningja ekki síst ef þú varst áður einn af hópnum. Við förum í þær áskoranir sem fylgja nýju hlutverki ásamt því að læra aðferðir nútíma stjórnunar.

Sjá meira
Valdefling - yfirfærsla ábyrgðar

Valdefling – yfirfærsla ábyrgðar

Aðferðin við að valdefla og yfirfæra ábyrgð skiptir sköpum og ávinningurinn er margþættur. Öflug þjálfun í áhrifaríkum aðferðum við að fela öðrum vald og ábyrgð.

Sjá meira
Virðisaukandi teymi

Virðisaukandi teymi

Þjálfunin felur í sér að þjálfa stjórnendur í að verða teymisþjálfari síns teymis og að þeir öðlist færni til að styðja við og efla jákvæða framþróun teymisins.

Sjá meira
Nýr stjórnandi

Nýr stjórnandi

Það er enginn fæddur stjórnandi, því er þjálfun mikilvæg. Farið er í grunnatriði nútíma stjórnunar ásamt því að skilja hvað felst í leiðtogahlutverkinu. Vera fyrirmynd á sanngjarnan og sannarlegan hátt.

Sjá meira
Frammistöðusamtöl

Frammistöðusamtöl

Mikilvægi þess að fá endurgjöf frá yfirmanni fær stöðugt aukið rými í nútíma stjórnunarháttum. Lærum áhrifaríkar aðferðir við leiðbeinandi endurgjöf á hvetjandi hátt.

Sjá meira
Hvatning og endurgjöf

Hvatning og endurgjöf

Það er krefjandi að gefa vandað og einlægt hrós og því mikilvægt að þjálfa sig í þeim efnum. Hrós getur haft mögnuð áhrif á manneskju, jafnvel til umbreytinga.

Sjá meira
Hagnýting markþjálfunar í stjórnun

Hagnýting markþjálfunar í stjórnun

Aðferðir markþjálfunar hvað varðar spurningar og hlustun hafa margsannað sig í leiðtogahlutverkinu sem er nú mögulega flóknara en nokkru sinni fyrr.

Sjá meira

Liðsheildir

Mannauðurinn er stærsta samkeppnisforskot sem fyrirtæki hefur í dag. Valdefling liðsheildar, vönduð samskipti ásamt vellíðan á vinnustað eru nokkrir af þeim lykilþáttum sem gera útslagið. Það að tilheyra og upplifa gagnkvæma virðingu og traust til athafna er afar dýrmætt og kristallast í afköstum og gæðum á vinnuframlagi. Það er mikilvægt að hver einstaklingur hafi kjark til að hafa rödd til að taka þátt í hugmyndavinnu og ákvarðanatöku.

Sjá meira

Námskeið – liðsheildir

Hugarfar grósku – Skapandi hugsun  

Hugarfar grósku – Skapandi hugsun  

Við höfum val um hugarfar og hugarfar grósku hjálpar okkur að takast á við áskoranir í síbreytilegu umhverfi. Lærum að hugsa á grænu ljósi, því ef það er vilji þá er leið.

Sjá meira
Helgun og velferð

Helgun og velferð

Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar á framlegð, hamingju og heilsu. Lærum að vera ávallt vel hlaðin orku til að takast á við nútímann og kröfur hans.

Sjá meira
Sálrænt öryggi

Sálrænt öryggi

Í teymisvinnu er mikilvægt að vera frjó, taka áhættu og vera óhrædd við ágreining. Mikilvægi sálræns öryggis sker því úr um árangur og gæði afurða teymisvinnu. 

Sjá meira
Áhrifarík framsaga

Áhrifarík framsaga

Þjálfunin er öflug og ætluð þeim sem ætla að ná árangri með því að; fanga athyglina strax, veita innblástur, selja hugmyndir, svara krefjandi spurningum og njóta þess að miðla.

Sjá meira
Tilfinningagreind ​  og viðhorfsstjórnun

Tilfinningagreind ​ og viðhorfsstjórnun

Hversu tilfinningalega hraustur ertu? Lærum að bæta tilfinningalegt hreysti og tökum stjórn í slíkum aðstæðum í stað þess að leyfa aðstæðum eða fólki að taka stjórn á okkur.

Sjá meira
Söluþjálfun

Söluþjálfun

„Enginn vill láta selja sér en allir vilja kaupa“. Lærðu að hlusta til að greina, skilja þarfir og byggt á því: vekja áhuga, stýra væntingum og skapa sameiginlegan ávinning. 

Sjá meira

„Flow“/ flæði – falinn kraftur árangurs og skilvirkni

Í jákvæðri sálfræði er til aðferð sem kallast „að vinna í flæði“ – þetta er öflug leið sem skilar okkur margfalt til baka. Lærðu falinn kraft algjörrar helgunar.

Sjá meira
Hagnýting jákvæðrar sálfræði

Hagnýting jákvæðrar sálfræði

Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem beinir sjónum að heilbrigði, hamingju og því sem gerir venjulegt líf innihaldsríkara, frekar en að fást við sjúkdóma og vandamál.

Sjá meira

Stefnumótun

„Sá sem stefnir ekkert, fer þangað“ segir í ágætu máltæki. Stefnan og gæði hennar hafa því afar mikið um það að segja hvernig tekst til. Það er vandasamt að móta góða, djarfa og jafnframt framkvæmanlega stefnu. Það þarf að skoða ytri og innri þætti afar vel áður en stefna er mótuð ásamt því að hafa skýra mælikvarða á stefnuna sjálfa.

Það er mikilvægt að hafa faglega lóðsun í slíku verkefni. Við erum þrautþjálfuð í að vinna skýra þarfagreiningu og móta stefnu með viðskiptavinum.​

Fyrirlestrar

Við hjá PRO bjóðum fjölbreytt úrval fyrirlestra sem henta bæði einir og sér og sem hluti af viðburði. Við erum í samstarfi við hóp snillinga sem veita innblástur með vandaðri framsögu um áhugavert og fræðandi efni. Dæmi um fyrirlestra: „Skapandi hugsun“, „Grunnatriði góðrar heilsu“, „Jákvæð samskipti“, „Skemmtimennt“, „Ein heild“, „Húmor“, „ Hamingja“. Á meðal fyrirlesara eru: Sigga Dögg, Pálmar Ragnars, Ugla Stefanía, Þorsteinn Bachmann, Sævar Helgi, Bjartur Guðmunds, Ásdís Ólsen, Snjólaug Ólafs

Sjá meira

Fyrirlestrar

Ugla Stefanía Kristjönudóttir

Ugla Stefanía Kristjönudóttir

Trans fólk í nútíma samfélagi

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur, rithöfundur og tals manneskja fyrir réttindum trans fólks. Ugla hefur beitt sér fyrir réttindum trans fólks á Ísland.

Sjá meira
Lilja Bjarnadóttir

Lilja Bjarnadóttir

Sáttamiðlun á vinnustöðum

Fyrirlesturinn Sáttamiðlun á vinnustöðum fjallar um það hvernig stjórnendur geta nýtt sér aðferðafræði sáttamiðlunar til þess að grípa fyrr inn í ágreiningsmál og þannig komið í veg fyrir að deilumál stigmagnist.

Sjá meira
Vilborg Arna Gissurardóttir

Vilborg Arna Gissurardóttir

8848 ástæður fyrir því að gefast upp!

Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.

Sjá meira
Ragnheiður Aradóttir

Ragnheiður Aradóttir

Hugarfar grósku – ásamt fleiri fyrirlestrum (undir „sjá meira“)

Tilfinningalegt hreysti, hugarfar grósku, sjálfsvinsemd og þrautseigja og seigla eru aðeins nokkur af fjölmörgum efnistökum sem Ragnheiður býður uppá í fyrirlestrum fyrir atvinnulífið.

Sjá meira
Vilhjálmur Andri Einarsson

Vilhjálmur Andri Einarsson

Hættu að væla Komdu að Kæla

Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”.

Sjá meira
Pálmar Ragnarsson

Pálmar Ragnarsson

Fyrirlestur um jákvæð samskipti

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins.

Sjá meira
Sigga Dögg

Sigga Dögg

Foreldrar kjafta um kynlíf

Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir og ómissandi liður í vel lukkaðri kynfræðslu. Það er nauðsynlegt að foreldrar og forráðamenn unglinga geti talað við þau um kynlíf, ástina, líkamann, samskipti og samþykki.

Sjá meira
Þorsteinn Bachmann

Þorsteinn Bachmann

Máttur umbreytinga

Þorsteinn Bachmann kynnir nokkur leynileg klækjabrögð úr smiðju leikarans til að efla skapandi hugsun og umbreytingar- og aðlögunarhæfni í leik og starfi. Að skapa eitthvað úr engu.

Sjá meira
Hámarkaðu árangurinn

Markþjálfi

Ragnheiður Aradóttir

Ragnheiður er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi og teymisþjálfi með Dip. master í Jákvæðri Sálfræði og MSc í Mannauðsstjórnun. Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún er eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROtraining & coaching sem býður upp á stjórnendaþjálfun, teymisþjálfun, námskeið, ráðgjöf, lóðsun og fyrirlestra. Hún er PCC vottaður stjórnenda- og teymismarkþjálfi með mörg þúsund tíma að baki og markþjálfar fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Hún hefur 20 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 20.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og í stórfyrirtækjum erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Ragnheiður hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og yfir 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu. Hún hefur einnig setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum m.a. sem varaformaður FKA og fyrrverandi formaður ICF Iceland. Ásamt Jóni Þórðarsyni viðburðastjóra og samstarfsaðila rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents og saman búa þau til öfluga viðburði fyrir fyrirtæki svo sem starfsdaga, stefnumótun og hópefli með það að markmiði að ná fram jákvæðum umbreytingum – ná fram þessu extra! ​Ragnheiður hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum.

ragga@protraining.is – 857 1700

Sjá meira Panta námskeið