Húmor í samskiptum

Þorsteinn Guðmundsson hefur lengi skemmt Íslendingum með uppistandi og fyrirlestrum um ýmis málefni. Vinsælasti fyrirlestur hans, um þessar mundir, fjallar um húmor í samskiptum og er blanda af skemmtun og fróðleik sem byggir á reynslu hans sem leikari, uppistandari og sálfræðingur. Í fyrirlestrinum er farið á hundavaði yfir þróun húmors í mannkynssögunni, hvernig viðhorf okkar til húmors hefur breyst frá Forn-Grikkjum til okkar daga, hvaða hlutverki húmor spilar í lífi okkar og hvernig við beitum honum í samskiptum. Er húmor og hlátur okkur meðfæddur og getur húmor haft góð áhrif á daglegt líf?