Sáttamiðlun og samskipti

Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari og lögfræðingur og fjallar fyrirlesturinn Sáttamiðlun á vinnustöðum um það hvernig stjórnendur geta nýtt sér aðferðafræði sáttamiðlunar til þess að grípa fyrr inn í ágreiningsmál og þannig komið í veg fyrir að deilumál stigmagnist. Sáttamiðlun stuðlar einnig að bættum samskiptum og er því frábært verkfæri fyrir alla stjórnendur.

Lilja rekur fyrirtækið Sáttaleiðin og er jafnframt formaður Sáttar, félags um sáttamiðlun og kennir sáttamiðlun við Háskólann á Bifröst og Dispute Resolution við Háskólann í Reykjavík. Hún er sérfræðingur í lausn deilumála, með LL.M. gráðu í Dispute Resolution frá University of Missouri í Bandaríkjunum.
Lilja sérhæfir sig í því að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við að leysa deilumál með sáttamiðlun og aðstoðar fyrirtæki við að innleiða ferla til þess að koma í veg fyrir ágreining á vinnustöðum.