Óstöðvandi liðsandi

Óstöðvandi liðsandi er óvenjulegur, skemmtilegur og orkueflandi hvatningarfyrirlestur með Bjarti Guðmundssyni leikara og frammistöðuþjálfa hjá www.optimized.is

Fyrirlesturinn fjallar um áhrif tilfinningalegs ástands okkar á liðsandann og frammistöðu hópsins og hvernig við getum beitt einföldum en öflugum aðferðum til að virkja mátt tilfinninganna til að byggja upp hugarfar sem ekkert fær stöðvað.

Tilfinningar eru magnaðar!

Hvers vegna ættum við að vinna með tilfinningalegt ástand? Mannlegar tilfinningar eru eitt sterkasta afl sem við höfum aðgengi að. Þær eru drifkraftur allra ákvarðanna og athafna hvort sem þær eru uppbyggilegar eða ekki. Þessi kjarnorka býr innra með öllum og getur fært okkur að hvaða marki sem er ef við kunnum að virkja hana og temja. Staðreyndin er þó sú að of fáir átta sig á raunverulegum mætti tilfinninga og enn færri búa yfir þekkingu og færni til að virkja mátt þeirra á meðvitaðan og áhrifamikinn hátt.

Topp líðan er lykilatriði!

Tilfinningalegt ástand okkar er einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að frammistöðu og samvinnu. Rannskóknir Dr. Barböru Fredrickson í jákvæðri sálfræði sýna að með því að keyra upp sterkar jákvæðar tilfinningar opnast aðgengi heilans innri auðlindum á borð við upplýsingar, hæfileika og skapandi hugsun. Það þýðir að við eigum mun auðveldara með að muna, lausnamiðuð hugsun magnast upp og við verðum bókstaflega betri í öllum þeim verkum sem við kunnum nú þegar. Tilfinningaástand hefur einnig afdrifarík áhrif á viðhorf okkar til þeirra verkefna sem við stöndum frammi fyrir og trú okkar á eigin getu.

Þegar liðsheildin er í topp tilfinningalegu ástandi er hópurinn lausnamiðaðri, ákveðnari og líklegri til að ná árangri en ella.

Markmið fyrirlestrarins eru nokkur:

• Að keyra upp orkuna í hópnum.
• Kynnast ánægjuaukandi hugmyndafræði og læra áhrifaríkar aðferðir sem geta stóreflt hvern einstakling fyrir sig og alla liðsheildina til muna.
• Kveikja upp innri áhugahvöt þátttakenda til að taka meiri ábyrgð á eigin líðan.
• Byggja upp jákvæð viðhorf gagnvart sameiginlegum markmiðum hópsins.
• Að allir gangi út með þekkingu og aðferðir til að örva tauga- og boðefnakerfi líkamans þannig að útkoman verði topp tilfinningalegt ástand.
• Hlægja og hafa gaman saman.

Fyrirlesturinn er 60 mínútur að lengd og einnkennist af orku, húmor og virkri þátttöku þar sem hópurinn fær að upplifa aðferðirnar á eigin skinni.

Tungumál:
Fyrirlesturinn er í boði á Íslensku og Ensku.