Framkoma

Flest þurfum við einhvern tímann að koma fram eða tala fyrir framan aðra, hvort sem það er fyrir framan lítinn eða stóran hóp. Edda Hermannsdóttir fer yfir helstu atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur að undirbúningi og afslappaðri framkomu. Hún fer meðal annars yfir greinaskrif, fyrirlestra og ræður, sjónvarpsviðtöl, útvarpsviðtöl, atvinnuviðtöl. Í fyrirlestrinum er einnig farið yfir hvernig við aukum sannfæringu okkar enda skiptir ekki máli hvað við kunnum og hvað við vitum ef við getum ekki komið því á framfæri.

Fyrirlesturinn hentar flestum og er hægt að aðlaga að minni og stærri hópum. Einnig er hægt að fara á meiri dýpt í ákveðin viðfangsefni sem hentar áhorfendum.

Edda Hermannsdóttir gaf nýlega út bókina Framkoma sem fór beint á metsölulista en þetta er önnur bók Eddu. Edda er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendanámi frá IESE í Barcelona. Í dag starfar Edda sem markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka en áður starfaði hún við dagskrárgerð hjá RÚV og var aðstoðarritstjóri hjá Viðskiptablaðinu.