Vertu úlfur – tilbrigði við geðheilbrigði

Héðinn er rithöfundur og fyrirlesari sem sækir reynslu sína í hlutverk sem sérfræðingur í stefnumótun innan Stjórnarráðsins auk þess að hafa starfað lengi innan geðheilbrigðismála hér heima og erlendis. Héðinn tvinnar þessum heimum saman t.a.m. í fyrirlestri sínum, „Vertu úlfur – tilbrigði við geðheilbrigði“, þar sem Héðinn fjallar m.a. um breytingar, tengsl, vitund, hugsun og geðheilbrigði á skemmtilegan hátt.

Héðinn er menntaður stefnumótunarsérfræðingur með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi, kennari frá Kennaraháskóla Íslands og íþróttakennari frá Íþróttakennaraháskólanum. Héðinn starfar í forsætisráðuneytinu og hefur undanfarin áratug unnið að samhæfingar verkefnum innan Stjórnarráðsins. Héðinn hefur sinnt stundakennslu við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í meistaranámi í stefnumótun og áætlanagerð, stundakennslu í félagsráðgjafadeild sama skóla og stundakennslu í þjónandi forystu við Háskólann á Bifröst.

Héðinn starfaði áður hjá heilbrigðisráðuneytinu og Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO). Hann hefur undanfarin 25 ár verið frumkvöðull í geðheilbrigðismálum og er höfundur bókarinnar „Vertu úlfur“ sem kom út árið 2015 hjá Forlaginu. Þjóðleikhúsið setti samnefnt verk á fjalirnar árið 2021.