Er metnaðurinn að drepa þig? Hvenær er nóg nóg.

Erindið fjallar um það þegar metnaðarfullir einstaklingar vakna upp einn daginn og upplifa sig eins og hamstrar á hjóli og það er bara aldrei neitt nógu gott eða nógu mikið! Metnaðurinn hefur tekið yfir allt lífið og ekki er hægt að svara spurningunni hvenær er nóg nóg? Hvað er þá til ráða?

Anna María Þorvaldsdóttir er eigandi, stjórnendaþjálfi og ráðgjafi í fyrirtæki sínu Víðsýni. Áður fyrr starfaði hún sem mannauðs- og gæðastjóri í fjölbreyttu fyrirtækjaumhverfi bæði hér á landi og erlendis í yfir 25 ár. Anna María er með executive MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og í PCC vottunarferli hjá alþjóðasamtökunum ICF. Hún situr í stjórn Executive RUMBA Alumni Háskóla Reykjavíkur sem gjaldkeri.