Við höfum áralanga og umfangsmikla reynslu af þjálfun mannauðs. Við þjálfum til eflingar og umbreytinga hvort sem er stjórnendur eða liðsheildir. Við hagnýtum jákvæða sálfræði og sérsníðum öll okkar námskeið og vinnustofur að þörfum viðskiptavina okkar.

Ánægðir viðskiptavinir

PRO námskeið

Þjálfun

Við höfum yfirgripsmikla og áralanga reynslu af þjálfun mannauðs á öllum stigum innan fyrirtækja. Við trúum á það sem býr í mannauðinum og að með jákvæðu hugarfari og eflingu á hæfni sé hægt að hámarka árangurinn. PROtraining býður upp á fjölbreytta þjálfun, bæði styttri námskeið og vinnustofur upp í lengri og umfangsmeiri þjálfun til umbreytinga. Þjálfun PRO er sérsniðin að þörfum viðskiptavina og á námskeiðum, vinnustofum og fyrirlestrum er boðið upp á fjölbreytt efnistök sem sett eru saman að þörfum viðskiptavinar hverju sinni.

Námskeið og vinnustofur

Þarfagreining er unnin áður en námskeið hefst svo að tryggt sé að tekið verði á raunverulegum áskorunum hverju sinni. Lögð er áhersla á virka þátttöku og tengingu við veruleika þátttakenda til að hámarka árangurinn. Námskeið og vinnustofur á vegum PROtraining eru sérsniðin og skiptast í eftirfarandi flokka

Stjórnendur

Það er ekki sjálfgefið að stjórnendur hafi leiðtogafærni og vönduð umbreytingaþjálfun því mikilvæg. Oft er í raun vanmetinn sá þáttur er snýr að mannauðsstjórnuninni. Yngri kynslóðir eru til dæmis drifnar áfram af öðrum hvötum en þær eldri og jákvæð leiðtogafærni og nútíma stjórnunarhættir eru því afar mikilvægir til að ná fram því besta í hverjum og einum liðsmanni.

Sjá meira

Liðsheildir

Mannauðurinn er stærsta samkeppnisforskot sem fyrirtæki hafa í dag. Valdefling öflugrar liðsheildar, vönduð samskipti ásamt vellíðan á vinnustað eru nokkrir af þeim lykilþáttum sem gera útslagið með hversu vel tekst til. Það að tilheyra og upplifa gagnkvæma virðingu og traust til athafna er afar dýrmætt og kristallast í afköstum og gæðum á vinnuframlagi.

Sjá meira

Framsaga

Áherslur í þjálfuninni byggja m.a. á bókinni „Excellent Presentation Skills of Steve Jobs“, TED framsögutækni og annarri árangursríkri tækni sem hefur sannað sig. Þjálfunin er öflug og ætluð þeim sem ætla að ná árangri með framsögu með því að; fanga athyglina strax, hrífa aðra með sér, selja hugmyndir sínar, geisla af sjálfstrausti og njóta þess að miðla.

Sjá meira

Þjónusta

„Þjónusta er sala“. Farið er vel yfir hvað þjónusta raunverulega er og hvað er einungis afgreiðsla. Svarað er spurningum eins og: „Hvað felst í því að veita gæða þjónustu?“ er svarað. Þátttakendur læra að fanga athygli og koma á óvart en á sama tíma stýra væntingum og fara fram úr þeim án þess að fara í ofþjónustu og skapa falskar væntingar eða jafnvel tap. Óánægðir viðskiptavinir eru stórhættulegir!

Sjá meira

Sala

„Enginn vill láta selja sér en allir vilja kaupa“. Þegar fólkheyra orðið sala hugsa margir að nú verði einhverju „prangað uppá sig“. Það er döpur sala og andstæðan við gæðasölu. Sá sem er góður í sölu er einlægur, hjálpsamur ráðgjafi. Við bjóðum öfluga söluþjálfun sem byggir á því að greina og skilja þarfir viðskiptavinarins. Hún gengur útfrá því að skilja þarfir og veruleika viðskiptavinanna og byggt á því: vekja áhuga.

Sjá meira

Fyrirlestrar

Við hjá PROtraining bjóðum fjölbreytt úrval lengri og skemmri fyrirlestra sem við köllum orkuskot og virka vel inn í starfsdaginn eða sem morgun- eða hádegisstund. Við erum í samstarfi við fjölbreyttan hóp snillinga sem veita innblástur með vandaðri framsögn um áhugavert og fræðandi efni. Efnistökin eru af margvíslegum toga svo sem; orkustjórnun, hugarfar grósku, skapandi hugsun, framtíðin og ég, hamingja og vellíðan, þrautsegja og seigla, borðsiðir, virkja eigin styrkleika, sálfræðilegt öryggi í liðsheild, upp úr hjólfarinu, öflugri liðsheild, tilfinningagreind, tímastjórnun, árangursrík teymisvinna, umhverfisvitund, forðast kulnun.

Sjá meira

Efnistök á námskeiðum, vinnustofum og fyrirlestrum

 • Jákvæð leiðtogafærni
 • Virkari hlustun
 • Núvitund – aukin gæði
 • Nýr stjórnandi
 • Fanga athygli áheyrandans
 • Vinna í flæði „flow“
 • Framtíðarleiðtoginn
 • Öflugri liðsheild
 • Jafningjastjórnun
 • Samskiptahæfni
 • Tímastjórnun
 • Starfsmannasamtöl
 • Skilvirkari vinnubrögð
 • Stjórnun streitu
 • Gæðasala
 • Leiðbeinandi endurgjöf
 • Forðast kulnun „burn out“
 • Gæðaþjónusta
 • Virkja eigin styrkleika
 • Að blómstra „flourishing“
 • Takast á við breytingar
 • Efla áræðni
 • Markmiðasetning
 • Efla sjálfstraust
 • Tilfinningagreind
 • Stefnumótun
 • Virkja styrkleika annarra
 • Uppúr hjólfarinu
 • Helgun og velferð
 • Breytingastjórnun
 • Samningatækni – allir græða
 • Skilvirkari fundir
 • Samskiptasáttmáli
 • Viðhorfsstjórnun
 • Hugafar grósku „growth mindset“
 • Framasaga sem hrífur
 • Hamingja og vellíðan
 • Hagnýt markþjálfun í stjórnun
 • Máttur vanans „power of habit“
 • Hagnýting jákvæðrar sálfræði
 • Samvinna sem skapar virðisauka
Hámarkaðu árangurinn

Markþjálfi

Ragnheiður Aradóttir

Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún hefur 15 ára reynslu af námskeiðahaldi og stjórnendamarkþjálfun og hefur þjálfað yfir 7.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og í stórfyrirtækjum erlendis. Hún er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi  frá ICF og á að baki yfir 2500 tíma í markþjálfun. Hún er með  Dip.Master í Jákvæðri sálfræði ásamt MSc námi í mannauðsstjórnun. Ragnheiður hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi.

Hennar mottó er:  „Við stjórnum hugarfari okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður“

ragga@procoaching.is
857 1700
Panta námskeið