Falinn kraftur árangurs og skilvirkni

Við erum einstaklingar og því ólík og það tekur mörgum sinnum lengri tíma að gera hlutina þegar við erum ekki „í stuði“. Í vinnunni erum við gjarnan undir þrýstingi sem getur leitt til streitu sem mögulega dregur úr afköstum eða gæðum vinnunnar. Það hefur svo aftur bein áhrif á að við áorkum miklu minna í frítíma okkar sem þá minnkar lífsfyllingu.

Í jákvæðri sálfræði er til aðferð sem kallast „að vinna í flæði“ – þetta er öflug leið sem skilar okkur margfalt til baka. Taktu venjubundið verk og sjáðu hvernig þú getur gert það betur, hraðar og unnið það enn skilvirkara. Í stuttu máli, lærðu falinn kraft algjörrar helgunar, sálfræðilegt ástand sem kallað er flæði samkvæmt rannsóknum og kenningum Mihaly Csikszentmihalyi. Með því að tileinka sér þessa aðferð þá hefur það mikil áhrif á árangur og líðan þess sem notar hana.

Ragnheiður getur sérsniðið fyrirlestra og vinnustofur að þörfum þíns hóps. Fyrirlestrar Ragnheiðar eru 30-60 mín. eða vinnustofur í allt að tvær klukkustundir og henta vel fyrir starfsdaga, ráðstefnur, hópefli svo eitthvað sé nefnt.

Ragnheiður er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún er eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROtraining sem býður upp á námskeið, vinnustofur, ráðgjöf og fyrirlestra og eigandi PROcoaching markþjálfunar. Hún hefur áratuga reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 12.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og í stórfyrirtækjum erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún er PCC vottaður stjórnenda- og teymismarkþjálfi með mörg þúsund tíma að baki og markþjálfar fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum m.a. sem varaformaður FKA og fyrrverandi formaður ICF Iceland. Ásamt Jóni Þórðarsyni rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents og saman búa þau til öfluga viðburði fyrir fyrirtæki svo sem starfsdaga, stefnumótun og hópefli með það að markmiði að ná fram jákvæðum umbreytingum – ná fram þessu extra! ​Ragnheiður hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum.

Fyrirlestrar Ragnheiðar

Frammistöðusamtöl

Frammistöðusamtöl

Mikilvægi þess að fá endurgjöf frá yfirmanni fær stöðugt aukið rými í nútíma stjórnunarháttum. Lærum áhrifaríkar aðferðir við leiðbeinandi endurgjöf á hvetjandi hátt.

Sjá meira
Stjórnum streitu - forðumst kulnun

Stjórnum streitu – forðumst kulnun

Eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsframa. Það er stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Lærum að skilja eigin ábyrgð, taka stjórn á aðstæðum og skilja að við höfum alltaf val.

Sjá meira
Breytingastjórnun

Breytingastjórnun

Lærum að selja starfsfólki virði breytingarinnar og að byggja upp traust, ásamt því að læra öflugar aðferðir til að stýra sér og öðrum í gegnum breytingar.

Sjá meira
Áhrifarík framsaga

Áhrifarík framsaga

Þjálfunin er öflug og ætluð þeim sem ætla að ná árangri með því að; fanga athyglina strax, veita innblástur, selja hugmyndir, svara krefjandi spurningum og njóta þess að miðla.

Sjá meira
Söluþjálfun

Söluþjálfun

„Enginn vill láta selja sér en allir vilja kaupa“. Lærðu að hlusta til að greina, skilja þarfir og byggt á því: vekja áhuga, stýra væntingum og skapa sameiginlegan ávinning. 

Sjá meira
Virðisaukandi teymi

Virðisaukandi teymi

Þjálfunin felur í sér að þjálfa stjórnendur í að verða teymisþjálfari síns teymis og að þeir öðlist færni til að styðja við og efla jákvæða framþróun teymisins.

Sjá meira
Framtíðarleiðtoginn - jákvæð leiðtogafærni

Framtíðarleiðtoginn – jákvæð leiðtogafærni

Lögð er áhersla á hagnýtingu jákvæðrar sálfræði í leiðtogahlutverkinu til að draga fram bestu eiginleika hvers og eins, nýtum aðferðir markþjálfunar og eflum þrautseigju til að umbreyta.

Sjá meira
Tíma- & verkefnastjórnun

Tíma- & verkefnastjórnun

Tíminn er ein dýrmætasta auðlindin sem við höfum. Lærum fjölbreyttar aðferðir tímastjórnunar í áskorunum nútímans.

Sjá meira
Leiðbeinandi endurgjöf til vaxtar

Leiðbeinandi endurgjöf til vaxtar

Eitt af mikilvægustu hlutverkum leiðtoga er að veita sanngjarna og krefjandi þjálfun „coaching“ þ.e. að leiðbeina, leiðrétta og taka á mistökum.

Sjá meira
Hugarfar grósku – Skapandi hugsun  

Hugarfar grósku – Skapandi hugsun  

Við höfum val um hugarfar og hugarfar grósku hjálpar okkur að takast á við áskoranir í síbreytilegu umhverfi. Lærum að hugsa á grænu ljósi, því ef það er vilji þá er leið.

Sjá meira
Nýr stjórnandi

Nýr stjórnandi

Það er enginn fæddur stjórnandi, því er þjálfun mikilvæg. Farið er í grunnatriði nútíma stjórnunar ásamt því að skilja hvað felst í leiðtogahlutverkinu. Vera fyrirmynd á sanngjarnan og sannarlegan hátt.

Sjá meira
Vinna í flæði

Vinna í flæði „flow“

Í jákvæðri sálfræði er til aðferð sem kallast „að vinna í flæði“ – þetta er öflug leið sem skilar okkur margfalt til baka. Lærðu falinn kraft algjörrar helgunar.

Sjá meira
Hagnýting markþjálfunar í stjórnun

Hagnýting markþjálfunar í stjórnun

Aðferðir markþjálfunar hvað varðar spurningar og hlustun hafa margsannað sig í leiðtogahlutverkinu sem er nú mögulega flóknara en nokkru sinni fyrr.

Sjá meira
Uppúr hjólfarinu - að taka þátt í breytingum

Uppúr hjólfarinu – að taka þátt í breytingum

Varanlegar breytingar krefjast undirbúnings og breytts hugarfars. Lærum aðferðir til að halda okkur öguðum í breytingavegferðinni.

Sjá meira
Hamingja og vellíðan

Hamingja og vellíðan

Leiðin að hamingju er ferðalagið sjálft, ekki áfangastaðurinn. Hamingja er mælikvarði á hve vel við tökumst á við áskoranir, erfiðleika og sorg.

Sjá meira
Orkustjórnun

Orkustjórnun

Góð orkustjórnun gengur út á að skilja betur vinnulag sitt. Skilja hvenær maður er í ólíkri orku fyrir ólíka hluti. Við skoðum helstu orkugjafa og einnig það sem stelur frá okkur orku.

Sjá meira
Styrkleikar okkar og gildi

Styrkleikar okkar og gildi

Lærðu að þekkja sjálfan þig betur og nýta tækifærin til að hámarka þinn árangur – þína lífsfyllingu. Þekkjum við mörkin þegar styrkleikar eru vannýttir og þegar þeir eru ofnýttir?

Sjá meira
Jafningjastjórnun

Jafningjastjórnun

Það er krefjandi hlutverk að verða stjórnandi jafningja ekki síst ef þú varst áður einn af hópnum. Við förum í þær áskoranir sem fylgja nýju hlutverki ásamt því að læra aðferðir nútíma stjórnunar.

Sjá meira
Sjálfsvinsemd

Sjálfsvinsemd

Rannsóknir sýna að fólk sem bælir tilfinningaástand sitt er í meiri hættu að verða veikt, bældar tilfinningar leiða til líkamlegrar streitu sem dregur úr áhrifamætti ónæmiskerfisins til að takast á við sjúkdóma. 

Sjá meira
Helgun og velferð

Helgun og velferð

Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar á framlegð, hamingju og heilsu. Lærum að vera ávallt vel hlaðin orku til að takast á við nútímann og kröfur hans.

Sjá meira
Valdefling - yfirfærsla ábyrgðar

Valdefling – yfirfærsla ábyrgðar

Aðferðin við að valdefla og yfirfæra ábyrgð skiptir sköpum og ávinningurinn er margþættur. Öflug þjálfun í áhrifaríkum aðferðum við að fela öðrum vald og ábyrgð.

Sjá meira
Tilfinningagreind ​  og viðhorfsstjórnun

Tilfinningagreind ​ og viðhorfsstjórnun

Hversu tilfinningalega hraustur ertu? Lærum að bæta tilfinningalegt hreysti og tökum stjórn í slíkum aðstæðum í stað þess að leyfa aðstæðum eða fólki að taka stjórn á okkur.

Sjá meira
Samvinna sem skapar virðisauka

Samvinna sem skapar virðisauka

Teymisvinna er sívaxandi hluti af starfsumhverfi þar sem við vinnum með ólíkum einstaklingum og oft og tíðum með fólki sem við þekkjum mis vel.

Sjá meira
Hvatning og endurgjöf

Hvatning og endurgjöf

Það er krefjandi að gefa vandað og einlægt hrós og því mikilvægt að þjálfa sig í þeim efnum. Hrós getur haft mögnuð áhrif á manneskju, jafnvel til umbreytinga.

Sjá meira
Markmiðasetning

Markmiðasetning

Markmið skapa væntingar sem er grunnurinn að árangri, það getur verið auðvelt að setja sér markmið en erfiðara að ná þeim og því mikilvægt að vandað sé til þeirra.

Sjá meira
Þrautseigja og seigla

Þrautseigja og seigla

Seigla er að vita hvernig eigi að takast á við mótlæti og áföll. Seiglan er mælikvarði á hversu mikið þú vilt eitthvað og hversu mikið þú ert tilbúinn og fær um að yfirstíga hindranir til að ná því.

Sjá meira
Sáttamiðlun

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast aðilar sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins.

Sjá meira
Samskiptasáttmáli

Samskiptasáttmáli

Að fylgja skapalóni, leikreglum eða öðrum viðmiðum sem hjálpa okkur að eiga uppbyggileg og árangursrík samskipti er orðið viðmið hjá mörgum fyrirtækjum.

Sjá meira
Þjónusta sem skapar virðisauka

Þjónusta sem skapar virðisauka

Óánægðir viðskiptavinir eru stórhættulegir! Lærðu að fanga athygli og koma á óvart en á sama tíma stýra væntingum og fara fram úr þeim, þ.e. veita framúrskarandi þjónustu.

Sjá meira
Sjálfstraust

Sjálfstraust

Hvað er sjálfstraust eiginlega? Það er ákaflega mikilvægt að skilja afhverju við upplifum sjálfstraust og skilja hvað í okkar fari er að blómstra – nýta það síðan til að fara inná ný svið.

Sjá meira
Sálrænt öryggi

Sálrænt öryggi

Í teymisvinnu er mikilvægt að vera frjó, taka áhættu og vera óhrædd við ágreining. Mikilvægi sálræns öryggis sker því úr um árangur og gæði afurða teymisvinnu. 

Sjá meira
Samningatækni á mannlegu nótunum

Samningatækni á mannlegu nótunum

Við skoðum hvaða eiginleikar einkenna góðan viðsemjanda, mikilvægi undirbúnings og þess að horfa á allar hliðar ásamt því að læra að forðast algeng mistök og pytti.

Sjá meira
Skilvirkari fundarmenning

Skilvirkari fundarmenning

Mikilvægi funda hefur stöðugt aukist, ekki síst vegna aukinnar teymisvinnu. Á sama tíma kvörtum við flest yfir því að alltof mikið af vinnutíma okkar fari í fundi. Fundir kosta!

Sjá meira
Þjónusta innávið - væntingastjórnun

Þjónusta innávið – væntingastjórnun

Allir eru að þjónusta einhvern hvort sem það er hinn eiginlegi viðskiptavinur eða samstarfsaðili sem er að þjónusta hann. Góð þjónusta frá innsta kjarna getur haft mikil áhrif á útkomuna.

Sjá meira
Samskipti til árangurs

Samskipti til árangurs

Af hverju löðumst við að fólki sem er leikið í samskiptum? Í þjálfuninni lærum við lykilþætti sem skipta máli til að hámarka árangur okkar í samskiptum.

Sjá meira