Við hjá PRO erum stolt af því að spanna víðáttumikinn skala, allt frá þessu stórfenglega í þetta persónulega og einlæga. Okkar fólk hefur víðtæka reynslu af skipulagningu viðburða. Okkar sérgrein er að efla mikilvægustu auðlind fyrirtækja.
PRO þjónusta

Alhliða viðburðaþjónusta
Okkar fólk hefur víðtæka reynslu í skipulagningu hverskonar viðburða af öllum stærðum. Við sjáum um allt af fagmennsku frá hinu smæsta til hins stærsta, við vinnum með þér að því að skapa óviðjafnanlega upplifun sem slær í gegn. Okkar sérgrein er að efla mikilvægustu auðlind fyrirtækja. Við leggjum ríka áherslu á að hlusta og greina til að finna þetta extra sem þarf til að hámarka árangur fyrirtækis og ánægju mannauðs.
Teymið okkar
Jón S. Þórðarson
Stofnandi og eigandi
Jón starfaði sem ljósahönnuður og sýningastjóri í Borgarleikhúsinu í yfir áratug. Hann hefur víðtæka reynslu sem viðburðastjóri og hefur starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að flóknum og fjölbreyttum viðburðum, verðlaunaafhendingum og beinum sjónvarpsútsendingum. Hann er með BSc í viðskiptafræði.
898 9798


Ragnheiður Aradóttir
Stofnandi og eigandi
Ragnheiður hefur áralanga og yfirgripsmikla reynslu við framleiðslu og skipulagningu ráðstefna, hvata- og hópaferða. Hún er með BBA í ferðamála- og hótelstjórnun og hefur stýrt fjölda viðburða af ýmsum toga. Ragnheiður er PCC markþjálfi og með Dip.Master í Jákvæðri sálfræði ásamt MSc námi í mannauðsstjórnun. Hún heldur fjölbreytt námskeið og fyrirlestra ásamt því að stýra starfsdögum, stefnumótun og hópefli.
857 1700
Esther Jónsdóttir
Verkefna- og viðburðastjóri
Esther hefur víðtæka reynslu af störfum í viðburðastjórnun. Hún hefur unnið við fjölmarga viðburði á vegum PROevents, Vrije Universiteit Amsterdam og í félagastörfum fyrir University of British Columbia í samstarfi við Amnesty International, Vancouver. Esther er með MSc í stjórnmálafræði með sérhæfingu í umhverfisstjórnmálum frá Vrije Universiteit Amsterdam og starfar einnig hjá jafnréttissamtökunum This is Gendered.
849 1300


Rakel Jónsdóttir
Verkefna- og viðburðastjóri
Rakel hefur unnið að skipulagningu fjölda viðburða PROevents og sérhæft sig í hönnun og uppsetningu þeirra. Rakel stundar BA nám við innanhús- og vöruhönnun við Istituto Europeo di Design á Ítlalíu og stundaði áður listnám í lýðháskóla í Danmörku.
849 1200
Lára Óskarsdóttir
PCC markþjálfi og lóðs
Lára hefur starfað með stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækja og stofnanna varðandi þjálfun og starfsþróun. Hún hefur mikla ánægju og langa reynslu af því að stjórna viðburðum og leiða hópastarf. Lára er með B.Ed. próf frá HÍ og diploma í mannauðsstjórnun frá EHÍ og PCC vottun í markþjálfun.
696 0050

Ástríða – Aðlögunarhæfni – Áreiðanleiki
Með gildin að leiðarljósi leggur PRO höfuðáherslu á að veita áreiðanlega þjónustu svo að viðskiptavinir geti náð markmiðum sínum og vinnustaðarins á sem hagkvæmastan og árangursríkastan hátt! Við nálgumst öll verkefni af ástríðu og trúum því jafnframt að markviss aðlögun sé lykilatriði fyrir útkomu sem rúmar þarfir og óskir viðskiptavina.