Veislu- og borðsiðir

Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eru veisluglaðir menn og hafa kynnt sér veislu- og borðsiði í þaula. Bergþór gaf út bókina Vinamót um þessi efni og Albert hefur fjallað um þau á heimasíðu sinni alberteldar.com
Í fyrirlestrinum fjalla þeir um borðsiði á léttum nótum, en snerta einnig á almennum mannasiðum og getur efnið farið eftir samspili og spurningum frá hópnum í hvert skipti.