Húmor Virkar

Fyrirlesturinn Húmor Virkar var frumfluttur á Læknadögum í Hörpu í janúar og hefur notið vinsælda síðan og fengið frábærar viðtökur (sjá umsagnir). Húmor Virkar er unninn upp úr 8 klst. samnefndu námskeiði í Háskólanum í Reykjavík sem Sveinn Waage setti saman árið 2021 með liðsinni dr. Kristínar Sigurðardóttur og sr. Bjarna Karlssonar. Fyrirlesturinn samanstendur m.a. af niðurstöðum viðamikilla rannsókna og vinnu á virkni húmors á heilsu (líkamlega sem andlega) og sem árangursaukandi afl í atvinnulífinu og lífinu almennt. Fyrirlesturinn er í senn mjög skemmtilegur en einnig fræðandi og fær fólk til að sjá Húmor í nýju ljósi.

Sveinn Waage starfar sem rekstrar- og markaðsstjóri hjá Svarinu ehf. sem setur upp grænar þjónustu-miðstöðvar um landið, ásamt að veita ráðgjöf í markaðs- og samskiptamálum. Undanfarið ár hefur Sveinn verið víðsvegar að flytja fyrirlesturinn „Húmor Virkar“ sem hann setti saman eftir að hafa útbúið námskeið með sama nafni fyrir Opna Háskólann í HR. Sveinn útskrifaðist úr HR í markaðsfræðum og almannatengslum ásamt diplómu frá LHÍ en hann nam líka alþjóðleg viðskipti í Columbus, GA í USA. Hann hefur átt farsælan feril hjá fyrirtækjum eins og 365, Creditinfo, Birtingi, Ölgerðinni, Meniga og Íslandsstofu. Honum var falið að ritstýra samfélagsmiðlum og vefsíðuráðgjöf í forsetaframboði Guðna Th. Jóhannessonar árin 2016 og 2020. Sveinn vann hjá Íslandsstofu árin 2017-2019 þar sem hann sá um samfélagsmiðla fyrir margverðlaunuðu markaðsherferðina, „Inspired by Iceland“ Sveinn hefur einnig verið talsvert í ýmiskonar skemmtun og framkomu frá 1998. Þessi fjölbreytta reynsla var grunnurinn að því að Sveinn var beðinn af HR að setja saman námskeið um Húmor, Heilsu og atvinnulífið sem seinna þróaðist í samnefndan fyrirlestur.

„Algjörlega frábær fyrirlestur! Mjög fyndinn (auðvitað) en líka fróðlegur og fær mann til að hugsa :)“
Stefanía, Advania

„Þessi fyrirlestur er ekki bara fræðandi og fyndinn, heldur hjartnæmur og einlægur líka.“
Freyr Eyjólfsson gleðigjafi

Um fyrirlesturinn á Lýðheilsuþingi nóvember 2022:
„Alveg frábært og nauðsynlegt að fá húmor inn í umræðuna“ – Willum Þór heilbr.ráðherra

„Sveinn endaði heilsuviku hjá okkur í EFLU með glæsibrag þar sem við hlógum saman. Við lærðum að húmor er heilsueflandi fyrir okkur sem einstaklinga og getur hjálpað til í amstri dagsins auk krefjandi verkefna bæði í leik og starfi. Takk fyrir” – Sylgja Dögg, EFLA