Heilbrigði

Ágúst Kristján Steinarrsson hefur á stuttri ævi upplifað fleiri áskoranir en flestir. Hann hefur glímt við erfiða líkamlega og andlega sjúkdóma, verið skorinn upp við krabbameini og oft lagður inn á geðdeildir vegna maníuástands. Hann hefur hins vegar ekki aðeins lært að lifa við erfiðleikana, heldur einnig fundið leiðir til sjálfsbjargar og sagt skilið við veikindin.

Í fyrirlestri sínum gefur Ágúst innsýn í þær áskoranir sem hann hefur fengist við og fylgir því eftir með hugleiðingum og ráðum til heilbrigðis og lífshamingju. Fyrirlestrar Ágústar hafa gefið dýpri skilning á tilveru þeirra sem glíma við veikindi, hreyft við áheyrendum og gefið hvatningu til aukinna lífsgæða.

Ágúst gaf út bók sína Riddarar hringavitleysunnar sem hann hefur fylgt eftir með fjölmörgum fyrirlestrum. Ágúst starfar sem stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf.

„Ágúst er frábær fyrirlesari og gaf mikilvæga innsýn. Fyrirlesturinn var upplýsandi, hjartnæmur og áhrifaríkur allt í senn. Ég vona að saga hans og reynsla berist sem víðast.“
„Virkilega eftirminnilegur fyrirlestur, er einn sá besti sem ég hef setið.“
„Ágúst var einlægur og opinn þegar hann deildi lífshlaupi sínu með okkur.“
„Fyrirlesturinn var einlægur og upplýsandi. Framsetningin var líka góð og glærur skýrar og lýsandi. Áfram Ágúst og takk fyrir að deila lífi og reynslu þinni með okkur!“
„Fyrirlestur Ágústar vakti mig og það kom af stað persónulegum umbótum hjá mér sem enn standa yfir.“
„Ágúst hreyfði við mér.“