Styrkjum leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu

Markmiðið viðburðar eða námskeiðsins er að auka skilning og hæfni stjórnenda og starfsmanna til að skapa og innleiða menningu leiðtoga. Það ríki traust, jákvætt hugarfar, vellíðan og allir hafi tækifæri til að njóta sín. Með velvild og stuðningi aukum við starfsánægju og minnkum líkur á langtíma veikindum og kulnun. Um leið aukum við árangur og samkeppnishæfni.
Ef hentar, þá lærum við líka einfaldar heilsubætandi Qigong lífsorkuæfingar sem styrkja einnig sjálfstraust, einbeitingu og jákvæða lífsafstöðu..

Ávinningur:
-Aukin þekking á leiðum til að skapa menningu leiðtoga
-Hæfni til að byggja upp meira sjálfsöryggi, traust og samvinnu
-Stjórnendur og starfsmenn ræða fyrr saman um líðan
-Nýr skilningur á áhrifamætti einfaldra lífsorkuæfinga (t.d. Qigong)
-Meiri starfsánægja og minni veikindi – kulnun
-Styrkjum leiðtogahæfni allra – VIÐ getum gert betur í dag en í gær

Sérsniðið að óskum viðskiptavina – tímalengd og áherslur.

Kennari er Þorvaldur Ingi Jónsson. Hann er með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Þorvaldur heldur fyrirlestra um áhrifamátt leiðtogamenningar og jákvæðs skapandi lífsmáta, ásamt því að kenna og leiða Qigong lífsorkuæfingar.