Lífsorka og gleði – Qigong lífsmátinn

Þorvaldur Ingi Jónsson er Ms í stjórnun og stefnumótun – leiðtogastjórnun / kennari og leiðari Qigong lífsorku-æfinga.
Njótum og hlöðum okkur lífsorku og gleði frá 20 mínútna vakningu til dýpri fyrirlesturs um ,,Leiðina til að byggja upp liðsheild sigurvegara – erum við betri í dag en í gær?“

Með einföldum Qigong lífsorku-æfingum í léttri öndun, hreyfingu og hugleiðslu aukum við orku, gleði, einbeitingu og viljastyrk.

Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands hefur stundað Qigong frá árinu 1994: ,,(…)Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“.

Herdís Pála Pálsdóttir mannauðsstjóri: ,,Eftir að hafa lengi vitað af Þorvaldi og Qigong æfingum undir hans stjórn fengum við hann með stutt innlegg og nokkrar æfingar á starfsdag í vinnunni og var mjög mikil ánægja með hann og æfingarnar. Þetta atriði byggði upp góða orku og gleði fyrir daginn. (…) spekin á bak við Qigong styður vel við heilbrigða og jákvæða lífsafstöðu.”