Hverjir lifa? Meiri gleði – Meira gull

Þorvaldur Ingi Jónsson er Ms í stjórnun og stefnumótun / kennari og leiðari Qigong lífsorku-æfinga. Í fyrirlestri sínum spyr Þorvaldur spurninga eins og: Hvað þarf ég / við að gera til að byggja upp liðsheild leiðtoga og sigurvegara? Get ég gert betur í dag en í gær? Hvernig hugarfar og menning skilar árangri til framtíðar? Hvar eru tækifærin? Er ábyrgðin í minni hendi? Ætla ég að vera gleðigjafi eða mengunarvaldur? Hvað get ég / við gert saman til að njóta meiri gleði og árangurs? Hvernig get ég komið í veg fyrir langtíma veikindi og kulnun?

Einnig eru kenndar nokkrar einfaldar heilsubætandi „Qigong“ lífsorku-æfingar í hugleiðslu og núvitund. Aukum orku, einbeitingu og viljastyrk. Byggjum upp hugarfar þeirra sem njóta og lifa.

Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands hefur stundað Qigong frá árinu 1994: ,,…Mér er af eigin reynslu ljúft að mæla með Þorvaldi Inga sem frábærum leiðbeinanda fyrir þá sem hafa huga á að kynna sér Qigong til að viðhalda góðri lífsorku og efla jákvæða lífsafstöðu“.