Lífsgleði eftir pöntun

Bergþór Pálsson hefur átt fjölbreyttan feril, allt frá því að koma fram í óperum og skemmtunum af ýmsu tagi til þess að halda fyrirlestra um margvísleg málefni, svo sem um veislusiði og lífsgleði.
Bergþór fjallar um aðferðir sem hann hefur notað til að auka framkvæmdahug og lífsorku, m.a. möntrur sem byggjast á því að máttur orða og hugsana er meiri en við gerum okkur grein fyrir og fjögurra mínútna morgunrútínu sem gefur tóninn fyrir eftirvæntingu og fullvissu um góða niðurstöðu í verkefnum dagsins.