Ró á gervigreindaröld

Hvernig við getum notað gervigreindina og nútímatól til að róa taugakerfið?
Anna Claessen kulnunarmarkþjálfi fer yfir hvernig við getum notað nútímatækni til að róa okkur og auka vellíðan.

Anna Claessen er alþjóðlega vottaður markþjálfi, einkaþjálfari og fyrirlesari á daginn og danskennari og skemmtikraftur á kvöldin með Happy Studio.

Eftir að hafa lent í kulnun hefur Anna haldið fyrirlestra og boðið upp á einkatíma og námskeið til að hjálpa öðrum til að eiga við streitu og nútímaáreiti.

VR, Dokkan og SVÞ eru meðal kúnna en Anna hefur haldið fyrirlestra á zoom/teams, í skólum, stofnunum og fyrirtækjum svo hún aðlagar fyrirlestrana að þeim.

Anna getur talað um allt frá gervigreind, sölu á netinu, streitu, kulnun og þunglyndi upp í jákvæða sálfræði, fyrirtækjarekstur, starfsþjálfun erlendis og mismunandi menningu, en Anna bjó í Vín í Austurríki í 5 ár og Los Angeles, Bandaríkjunum í 4 ár.