Við hjá PRO bjóðum fjölbreytt úrval fyrirlestra sem henta bæði einir og sér og sem hluti af viðburði. Við erum í samstarfi við hóp snillinga sem veita innblástur með vandaðri framsögu um áhugavert og fræðandi efni.
Fyrirlesarar
Bergur Ebbi
Áhrif tækninýjunga á samfélagsuppbyggingu okkar.
Í fyrirlestrum sínum leggur Bergur Ebbi áherslu á málefni tengd tækninýjungum, og áhrifum þeirra á samfélagsuppbyggingu okkar. Hvað verður um störfin og hver mun fara með völdin á tímum falsfrétta, gervigreindar og gegndarlausrar upplýsingasöfnunar?
Sirrý Arnardóttir
Örugg tjáning í rafheimum og raunheimum – ásamt fleiri fyrirlestrum, (undir „sjá meira“)
Verkfærakista og hagnýt ráð til að nýta sér sviðsskrekk, ná í gegn í ræðupúlti eða á fjarfundum, takast á við neikvæða strauma, finna sinn stíl, skotheld aðferð við að undirbúa ,,óundirbúna ræðu”.
Þorsteinn Bachmann og Ragnheiður Aradóttir
Leystu úr læðingi þitt sanna sjálf
Hvað gerist þegar sköpunarkrafturinn er leystur úr læðingi? Fyrirlesturinn fjallar um aðferðir sem efla skapandi hugsun, opna á jákvæðar umbreytingar og menningu byggða á trausti og tækifærum.
Örn Haraldsson
Hvað er teymi?
Hvað felst í að vinna í teymi og hvað þarf til að teymi nái raunverulegum árangri? Örn Haraldsson er teymisþjálfari og PCC stjórnendamarkþjálfi og ræðir um teymisvinnu út frá eigin reynslu ásamt fræðilegu sjónarhorni.
Ragnheiður Aradóttir
Minni streita, meiri vellíðan
Eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsframa. Það er stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar og streita hefur áhrif á okkur þar. Streita getur virkað á tvo vegu: sem hvatning til að fara út fyrir þægindahringinn eða getur bugað okkur vegna þess að hún hefur tekið stjórn. Þessi fína lína er oft vandséð. Við skoðum hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs.
Snjólaug Ólafsdóttir
Lærdómar og tækifæri úr Covid-19 í sjálfbærni og loftslagsmálum?
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir dregur fram nokkra lærdóma af viðbrögðum heimsins við Covid-19 og speglar í afstöðu og viðbrögðum til loftslagsmála og sjálfbærni.
Jóel Sæmundsson
Ekki venjulegur fyrirlestur!
Út frá þessu „trendi“ sem hefur verið á Íslandi, með fyrirlestra, þá hef ég búið til grín „concept“ sem tekur um 20-25 mín í flutningi og því tilvalinn til að brjóta upp daginn fyrir fólkið ykkar og senda þau út brosandi út í daginn sinn.
Leifur Örn Svavarsson
Undirbúningur, áhætta og árangur
Leifur Örn Svavarson hefur í áratuga starfi sínu sem fjallaleiðsögumaður stýrt farsælum leiðöngrum á Everest, hæstu tinda allra heimsálfutindana, yfir Grænland og á báða pólana.
Héðinn Unnsteinsson
Vertu úlfur – tilbrigði við geðheilbrigði
Héðinn er rithöfundur og fyrirlesari sem sækir reynslu sína í hlutverk sem sérfræðingur í stefnumótun innan Stjórnarráðsins auk þess að hafa starfað lengi innan geðheilbrigðismála hér heima og erlendis.
Anna Claessen
Ró á gervigreindaröld
Hvernig við getum notað gervigreindina og nútímatól til að róa taugakerfið?
Anna Claessen kulnunarmarkþjálfi fer yfir hvernig við getum notað nútímatækni til að róa okkur og auka vellíðan.
Ragnheiður Aradóttir og Þorsteinn Bachmann
Hugarfar og samskipti til umbreytinga
Ragnheiður, stjórnendamarkþjálfi, og Þorsteinn, leikari, leiða hér saman hesta sína í hressilegum og áhrifaríkum fyrirlestri. Í fyrirlestrinum fjalla þau um það hvernig við getum notað hugarfar og samskipti til þess að takast á við síbreytandi umhverfi.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir
Trans fólk í nútíma samfélagi
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir er kynjafræðingur, rithöfundur og tals manneskja fyrir réttindum trans fólks. Ugla hefur beitt sér fyrir réttindum trans fólks á Ísland.
Þorsteinn V. Einarsson
Leikreglur karlmennskunnar – Jákvæð karlmennska og jafnrétti
Erindið fjallar um muninn á jákvæðri og skaðlegri karlmennsku, hvers vegna og hvernig karlar mættu og geta beitt sér fyrir jafnrétti þeim sjálfum og umhverfi sínu til hagsbóta.
Anna María Þorvaldsdóttir
Pólitíkin á vinnustað, ertu með?
Hver er þessi pólitík á vinnustaðnum, er það ekki bara stjórnmálin í þjóðfélaginu? Farið er yfir birtingarmynd pólitíkur á vinnustað og áhrif hennar á menningu og framgöngu fyrirtækisins.
Björgvin Franz
Okið undan sjálfum mér
Hreinskiptinn fyrirlestur leikarans Björgvins Franz lýsir því hvernig hann umbreytti eigin vinnubrjálæði yfir í innri ró og raunverulega starfsánægju.
Ragnheiður Aradóttir
Betri liðsheild – virðisaukandi teymi
Teymi er meira en hópur fólks sem vinnur saman. Teymi er hópur fólks sem styður hvert annað og treystir hvert öðru. Teymi sem einkennist af gagnkvæmri virðingu og samkennd þar sem öll kappkosta að setja sig í spor hvers annars eykur líkurnar á því að við fáum hugvit og raddir allra að borðinu. Þegar það gerist náum við að búa til virðisauka.
Lilja Bjarnadóttir
Sáttamiðlun á vinnustöðum
Fyrirlesturinn Sáttamiðlun á vinnustöðum fjallar um það hvernig stjórnendur geta nýtt sér aðferðafræði sáttamiðlunar til þess að grípa fyrr inn í ágreiningsmál og þannig komið í veg fyrir að deilumál stigmagnist.
Þorsteinn Bachmann
Máttur umbreytinga
Þorsteinn Bachmann kynnir nokkur leynileg klækjabrögð úr smiðju leikarans til að efla skapandi hugsun og umbreytingar- og aðlögunarhæfni í leik og starfi. Að skapa eitthvað úr engu.
Magnús Geir Þórðarson
Segjum “Já” – kúltur – breytingastjórnun
Magnús Geir Þórðarson fjallar um kraftinn og tækifærin sem felast í því að segja “JÁ”. Magnús fjallar um hvernig við getum þróað fyrirtækjamenningu sem byggist á jákvæðri nálgun, samstöðu og gleði. Einnig fjallar Magnús um tækifærin í breytingum og því að halda starfsemi og starfsmannahópnum stöðugt á hreyfingu.
Ragnheiður Aradóttir
Skapandi og gefandi samskipti
Hvernig metum við gæði samskipta? Hversu góðir hlustendur erum við? Af hverju löðumst við að fólki sem er leikið í samskiptum? Líklega af því að það veitir okkur vellíðan og við finnum fyrir virðingu og trausti.
Edda Hermannsdóttir
Framkoma
Flest þurfum við einhvern tímann að koma fram eða tala fyrir framan aðra, hvort sem það er fyrir framan lítinn eða stóran hóp. Edda Hermannsdóttir fer yfir helstu atriði sem gott er að hafa í huga þegar kemur af undirbúningi og afslappaðri framkomu.
Gísli Einarsson
Saga að segja frá.
Síðustu tuttugu ár hefur Gísli gert fátt annað en að segja sögur, hann segir sögur í sjónvarpi, á árshátíðum og hverskonar skemmtunum og ekki síður á ferðalögum sem leiðsögumaður.
Vilborg Arna Gissurardóttir
8848 ástæður fyrir því að gefast upp!
Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn.
Birna Dröfn Birgisdóttir
Að hugsa út fyrir boxið – ásamt fleiri fyrirlestrum (undir „sjá meira“)
Þau fyrirtæki sem einbeita sér að sköpunargleði geta vaxið allt að 160% hraðar en þau sem gera það ekki og það getur aukið ánægju starfsfólks og viðskiptavina samkvæmt ýmsum rannsóknum. Birna Dröfn fer yfir mikilvægi sköpunargleðinar í fyrirlestrum sínum ‘Að hugsa út fyrir boxið’ og ‘Hvert er lestin að fara?’
Sævar Helgi Bragason
Skemmtimennt
Sævar hefur starfað við vísindamiðlun hjá Háskóla Íslands, kennt stjarnvísindi í framhaldsskólum, í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðjunni.
Ragnheiður Aradóttir
Teymi í toppmálum!
Í atvinnulífi þar sem samvinna skiptir gífurlegu máli er mikilvægt að teymi fyrirtækja séu í toppmálum! Öll þurfa að skilja tilgang teymisins eins svo að forgangsröðun verði rétt og það hámarki framleiðni.
Stefán Pálsson
Skál í 1150 ár! – ásamt fleiri fyrirlestrum (undir „sjá meira“)
Stefán Pálsson er sagnfræðingur með ansi vítt áhugasvið. Hann hefur skrifað bækur um allt mögulegt s.s. fótbolta, bjór, tækni og vísindi, bókstafinn ð o.fl. Hann er eftirsóttur leiðsögumaður í sögugöngum víðsvegar í borgarlandinu.
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir
Samfélag fjölbreytileikans
Hvernig búum við til samfélag tækifæra og umburðarlyndis? Hvernig vinnum við að virðingu í samskiptum og öllu mannlegu samspili? Þegar samskipti og mannlegt samspil gengur vel, líður fólki vel. Hugmyndaauðgi og framlegð hópa eykst til muna svo ekki sé talað um lífsgæði þeirra sem að máli koma.
Pálmar Ragnarsson
Fyrirlestur um jákvæð samskipti
Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti. Fyrirlesturinn hefur hann flutt fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins.
Sigga Dögg
Foreldrar kjafta um kynlíf
Foreldrar eru mikilvægar fyrirmyndir og ómissandi liður í vel lukkaðri kynfræðslu. Það er nauðsynlegt að foreldrar og forráðamenn unglinga geti talað við þau um kynlíf, ástina, líkamann, samskipti og samþykki.
Bjartur Guðmundsson
Óstöðvandi liðsandi
Óstöðvandi liðsandi er óvenjulegur, skemmtilegur og orkueflandi hvatningarfyrirlestur með Bjarti Guðmundssyni leikara og frammistöðuþjálfa hjá Optimized Performance.
Anna María Þorvaldsdóttir
Er metnaðurinn að drepa þig? Hvenær er nóg nóg
Erindið fjallar um það þegar metnaðarfullir einstaklingar vakna upp einn daginn og upplifa sig eins og hamstrar á hjóli og það er bara aldrei neitt nógu gott eða nógu mikið! Metnaðurinn hefur tekið yfir allt lífið og ekki er hægt að svara spurningunni hvenær er nóg nóg? Hvað er þá til ráða?
Margrét Sigurbjörnsdóttir
Núvitund og vellíðan
Í fyrirlestrinum kynnir Margrét núvitund og ávinning af núvitundariðkun. Þátttakendum verða kynntar einfaldar núvitundaræfingar og boðið að prófa að stunda núvitund. Margrét tengir núvitund við aðferðir úr jákvæðri sálfræði sem skv. rannsóknum stuðla enn frekar að hamingju og vellíðan.
Guðmundur Felix Grétarsson
Sjálfbær hamingja
Í fyrirlestrinum fer Guðmundur yfir viðhorf og aðferðir sem hann hefur sjálfur tileinkað sér, með góðum árangri, í yfir 20 ár án handleggja. Fyrirlesturinn er á einföldu og skýru mannamáli þar sem allir ættu að geta gengið burt með góða sýn á hvernig er hægt að eiga hamingjuríkara líf, óháð ytri aðstæðum.
Katrín Oddsdóttir
Mannréttindi á mannamáli
Stundum fæðast hugmyndir sem mannkynið getur verið ótrúlega fljótt að tileinka sér og ákveða að trúa á í sameiningu og jafnvel berjast fyrir. Mannréttindi eru einmitt slík hugmynd.
Sveinn Waage
Húmor virkar
Fyrirlesturinn Húmor virkar samanstendur m.a. af niðurstöðum viðamikilla rannsókna og vinnu á virkni húmors á heilsu (líkamlega sem andlega) og sem árangursaukandi afl í atvinnulífinu og lífinu almennt. Fyrirlesturinn er í senn mjög skemmtilegur en einnig fræðandi og fær fólk til að sjá Húmor í nýju ljósi.
Áshildur Hlín Valtýsdóttir
Hljóðheilun
Áshildur hefur brennandi áhuga á því að sjá fólk vaxa og uppgötva nýjar víddir innra með sér. Hún vinnur með gong, kristalshörpu og fleiri hljóðfæri í þeim tilgangi að koma ró á hugann, víkka vitundina og ná dýpri tengingu við sjálfið.
Ragnheiður Aradóttir
Þrautseigja og seigla
Seigla er hugræn færni sem gerir okkur kleift að sigrast á hindrunum í lífinu í stað þess að láta þær slá okkur út af laginu. Hún er ekki einhver eiginleiki sem fólk annað hvort hefur eða hefur ekki, heldur samanstendur hún af hegðun, hugsun og gjörðum sem hver sem er getur lært. Þrautseigja er úthald við að gera eitthvað þrátt fyrir erfiðleika eða seinkun á því að ná árangri. Hún er ákveðni og stundum mjög mikil vinnusemi.
Vilhjálmur Andri Einarsson
Hættu að væla Komdu að Kæla
Andri er stofnandi ANDRI ICELAND, umbreytandi vellíðunar- og heilsuþjálfunarstöð sem hefur að leiðarljósi aðferðir sem höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að hann skilgreinir sjálfan sig sem “endurfæddan”.
Þorsteinn Bachmann
Húmor er dauðans alvara
Í þessum fyrirlestri fer Þorsteinn yfir ávinning þess að létta andrúmsloftið á vinnustaðnum í gegnum húmor. Helstu tegundir húmors eru kynntar, farið yfir jákvæða og neikvæða notkun húmors og hvernig við getum markvisst byrjað að vinna með húmorinn á vinnustaðnum okkar.
Bergþór Pálsson
Lífsgleði eftir pöntun
Bergþór fjallar um aðferðir sem hann hefur notað til að auka framkvæmdahug og lífsorku, m.a. möntrur sem byggjast á því að máttur orða og hugsana er meiri en við gerum okkur grein fyrir.
Berglind Ósk Bergsdóttir
Hefur þú upplifað loddaralíðan?
Berglind Ósk hefur á undanförnum árum haldið vinsæla fyrirlestra um loddaralíðan og árið 2021 gaf hún út ljóðabók sem fjallar um þetta hvimleiða ástand og hvernig sé hægt að komast yfir það.
Þorsteinn Guðmundsson
Húmor í samskiptum
Þorsteinn Guðmundsson hefur lengi skemmt Íslendingum með uppistandi og fyrirlestrum um ýmis málefni. Vinsælasti fyrirlestur hans um þessar mundir fjallar um húmor í samskiptum.
Ragnhildur Vigfúsdóttir
Hvort viltu vera gleðigjafi eða fýlupúki?
Í fyrirlestrinum er leitað í verkfærakistu jákvæðrar sálfræði, talað er um styrkleika, jákvæðar tilfinningar og hamingjuaukandi aðgerðir.
Þorvaldur Ingi Jónsson
Styrkjum leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu
Markmiðið er að auka skilning og hæfni stjórnenda og starfsmanna til að skapa og innleiða menningu leiðtoga. Það ríki traust, jákvætt hugarfar, vellíðan og allir hafi tækifæri til að njóta sín. Með velvild og stuðningi aukum við starfsánægju og minnkum líkur á langtíma veikindum og kulnun. Um leið aukum við árangur og samkeppnishæfni.
Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson
Veislu- og borðsiðir
Í fyrirlestrinum fjalla þeir um borðsiði á léttum nótum, en snerta einnig á almennum mannasiðum og getur efnið farið eftir samspili og spurningum frá hópnum í hvert skipti.
Ágúst Kristján Steinarrsson
Heilbrigði
Í fyrirlestri sínum gefur Ágúst innsýn í þær áskoranir sem hann hefur fengist við og fylgir því eftir með hugleiðingum og ráðum til heilbrigðis og lífshamingju. Fyrirlestrar Ágústar hafa gefið dýpri skilning á tilveru þeirra sem glíma við veikindi, hreyft við áheyrendum og gefið hvatningu til aukinna lífsgæða.
Ragnheiður Aradóttir
Falinn kraftur árangurs og skilvirkni
Við erum einstaklingar og því ólík og það tekur okkur miklu lengri tíma að vinna verk ef við erum ekki „í stuði“. Í vinnunni erum við gjarnan undir þrýstingi sem getur leitt til streitu sem mögulega dregur úr afköstum og gæðum vinnunnar. Í jákvæðri sálfræði er til öflug leið sem kallast „að vinna í flæði“ sem skilar okkur margfalt til baka. Taktu venjubundið verk og lærðu að gera það betur, hraðar og enn skilvirkara.