Skilgreinum hvað fylgir því að vera sterk fyrirmynd og axla ábyrgð, að hafa kjarkinn til að taka erfiðar ákvarðanir og hvetja til og innleiða breytingar

Það er ekki sjálfgefið að stjórnendur hafi leiðtogafærni og vönduð umbreytingaþjálfun því mikilvæg. Oft er í raun vanmetinn sá þáttur er snýr að mannauðsstjórnuninni. Yngri kynslóðir eru til dæmis drifnar áfram af öðrum hvötum en þær eldri og jákvæð leiðtogafærni og nútíma stjórnunarhættir eru því afar mikilvægir til að ná fram því besta í hverjum og einum liðsmanni.

Á stjórnendanámskeiðum okkar skilgreinum við hlutverkið betur, þjálfum einstaklinga í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og aðferðum markþjálfunar. Skilgreinum hvað fylgir því að vera sterk fyrirmynd og axla ábyrgð, að hafa kjarkinn til að taka erfiðar ákvarðanir og hvetja til og innleiða breytingar. Að veita hvetjandi og leiðbeinandi endurgjöf, ásamt því að byggja upp traust og valdefla liðsheildina. Að temja sér hugarfar grósku, vinna markmiðadrifið og efla kjarkinn til að þróast og breytast og til að leiða liðsheild. Öll leiðtogaþjálfun hjá PROtraining er sérsniðin að áskorunum hverju sinni.