Mikilvægi þess að fá endurgjöf frá yfirmanni og á sama tíma mikilvægi þess að sinna hlutverki mannauðsstjórnunar í leiðtogahlutverkinu fær stöðugt aukið rými í nútíma stjórnunarháttum. Það hefur sannað sig að það ber ávöxt fyrir öll. ​

Lærum hvernig nýta megi markþjálfun til að ná fram því besta hjá hverjum einstaklingi á þeirra forsendum. ​

Að tryggja samhljóm á milli fyrirtækis og starfsmanns. ​

Aðferðir til að tryggja ábyrgð og eignarhald og á sama tíma auka helgun í starfi en um leið tryggja langtímaárangur með því að huga að velferð. ​

Að nýta bæði verkefnastýrða „transactional“ og umbreytinga „transformational“ aðferðafræði til að þróa starfsmanninn. ​

Að nýta leiðbeinandi endurgjöf á hvetjandi hátt. ​

Fá innsýn í ólíka aðferðafræði svo sem „GROW“ og „Navigational coaching“. ​

Læra að beita virkri hlustun og spyrja krefjandi og áhrifaríkra spurninga. ​

Að horfa á framtíðina og hvaða möguleika starfsfólkið okkar á.

Fyrir hverja: Stjórnendur