Áherslur í þjálfuninni byggja m.a. á bókinni „Excellent Presentation Skills of Steve Jobs“, TED framsögutækni og annarri árangursríkri tækni.
Þjálfunin er öflug og ætluð þeim sem ætla að ná árangri með framsögu með því að; fanga athyglina strax, hrífa aðra með sér og veita innblástur, selja hugmyndir sínar, geisla af sjálfstrausti og njóta þess að miðla.
Einnig er æfð samtalstækni sem og að svara af fagmennsku og yfirvegun krefjandi spurningum. Farið er í uppbyggingu öflugrar kynningar, við notum raunverulegt efni sem þátttakandinn er að vinna með í starfi sínu, til að tryggja sem bestan árangur.
Þjálfun í augnablikinu, „coaching in the moment “, tryggir árangur strax og með því að skoða sjálfan sig á upptöku og rýna til gagns má ná öflugum framförum á stuttum tíma.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir