Eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsframa. Það er stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Streita er einn af þessum þáttum sem hafa áhrif á okkur. Streita getur virkað á tvo vegu – hvatning til að fara út fyrir þægindahringinn og vaxa eða getur bugað okkur vegna þess að hún hefur tekið stjórn. Þessi fína lína er oft vandséð og því mikilvægt að „gæta að sér”. Við skoðum hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs. Hvað er átt við með hugtakinu að blómstra, úr jákvæðu sálfræðinni?
Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt” að huga að og rækta eigin velferð (well-being) og hvaða leiðir eru færar? Við lærum að skilja eigin ábyrgð – lærum að taka stjórn á aðstæðum og að skilja að við höfum alltaf val.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir