Tíminn er ein dýrmætasta auðlindin sem við höfum og því afar mikilvægt að við förum vel með hann. Veruleiki nútímans er að allt gerist hraðar, sé ódýrara en jafnframt betra. Áskoranirnar eru því augljósar. Við lærum að greina tímaþjófana, skilja á milli þess sem er mikilvægt og aðkallandi, greina þau verkefni sem skapa virði og mögulega þau verkefni sem eiga ekki heima hjá okkur. Við lærum fjölbreyttar aðferðir tímastjórnunar í áskorunum nútímans og athugum hvort „not to do“ listinn væri ein af lausnunum fyrir þig, eða „Eat the frog“ kenningin? Eða jafnvel að temja sér að gera strax það sem tekur 2-3 mínútur eins og David Allen fjallar m.a. um í bók sinni Getting things done.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir