„Það að nálgast stjórnendahlutverkið með aðferðum markþjálfunar verður normið” sagði Jack Welch. Aðferðir markþjálfunar hvað varðar spurningar og hlustun hafa margsannað sig í leiðtogahlutverkinu sem er nú mögulega flóknara en nokkru sinni fyrr. Fjarlægð, ólík menning og aðrar „hindranir” í samskiptum trufla svo ekki sé meira sagt. Nútímastjórnandi leiðir hópinn sinn áfram sem einskonar þjálfari – fer ekki inn á völlinn heldur er til stuðnings – grípur ekki inn í, heldur leiðbeinir á uppbyggilegan og hvetjandi hátt. Hann kappkostar að starfsfólkið eflist, axli aukna ábyrgð og finni lausnirnar að einhverju leiti sjálft. Með þannig nálgun eflum við traust og um leið aukast líkurnar á því að starfsfólk efli sjálfstæði og hafi áræðni til að koma með lausnir. Þannig nýtum við hugvitið sem býr í mannauðnum best og á sama tíma aukum við starfsánægju og helgun í starfi. ​

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir