Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar – ekki bara á framlegð okkar í vinnu, heldur einnig hamingju okkar og heilsu. Aðeins þó ef við setjum inn í formúluna velferð þ.e. að við hugum að andlegri og líkamlegri heilsu. Helgun í starfi gerir okkur öflug og árangursdrifin. Við nýtum ástríðuna til að ná árangri. Við nýtum styrkleika okkar vel en mörkin geta verið óljós og án þess að átta okkur á því, þá getum við jafnvel keyrt okkur áfram – kröftugar en við ráðum í raun við til lengri tíma litið. Það er stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Þessi fína lína er oft vandséð og því mikilvægt að „gæta að sér”. Þau sem eru „all inn”́ í langan tíma án hlés og gæta ekki að því að sinna eigin vellíðan, geta verið að sigla hraðbyri í kulnun / örmögnun. Lærum að skilgreina og breyta áherslunum svo við séum ávallt vel hlaðin orku til að takast á við nútímann og kröfur hans.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir