Teymisvinna verður æ stærri hluti af vinnu okkar. Við vinnum í ólíkum teymum og erum sannarlega ekki alltaf að vinna með sama fólkinu í því samhengi. Það er því mögulegt að við finnum til óöryggis við upphaf vinnu í teymi. Góð teymi eru samsett af ólíku fólki og því sérlega mikilvægt að huga strax að sálrænu öryggi í teyminu svo að við þorum að vera við sjálf. Ein skilgreining á sálrænu öryggi er einmitt að meðlimir teymisins upplifa öryggi til að taka félagslega áhættu og vera berskjaldaðir fyrir framan hvern annan. Þegar við erum óörugg eða jafnvel pínu hrædd þá þvælist heilinn fyrir okkur. Við missum tenginguna við svæðið sem hjálpar okkur að hugsa rökrétt og sýna hæfni okkar, hætta er á að minnið verði lélegra og hætta á að við eigum erfitt að koma með hugmyndir. Í teymisvinnu er einmitt svo mikilvægt að vera frjó, taka áhættu, vera óhrædd við ágreining sem oft gefur af sér góða afurð. Mikilvægi sálræns öryggis sker því úr um árangur og gæði afurða teymisvinnu.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir