Allir stjórnendur í nútímafyrirtækjum eru í raun breytingastjórnendur því breytingar eru svo stór þáttur í þróun og stjórnun. Tölfræðin segir okkur að það sé áskorun að stýra breytingum því allt að 80% af tilraunum til innleiðinga á breytingum mistakast. Þrátt fyrir að í dag séu breytingar tíðar og oft og tíðum ófyrirséðar þá forðast flest breytingar. Það er eðlilegt því við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáum. Við kortleggjum algengustu mistök við breytingastjórnun og skoðum virði þess að fylgja skýru breytingaferli. Lærum að selja starfsfólki virði breytingarinnar og að byggja upp traust, ásamt því að læra öflugar aðferðir til að stýra sér og öðrum í gegnum breytingar.​

Fyrir hverja: Stjórnendur