Rannsóknir hafa sannað að fólk sem bælir eða leiðir tilfinningaástand hjá sér er í meiri áhættu að verða veikt, vegna þess að bældar tilfinningar leiða til líkamlegrar streitu sem dregur úr áhrifamætti ónæmiskerfisins til að takast á við sjúkdóma. ​

Vinsemd í eigin garð er ekkert öðruvísi en vinsemd í garð annarra. Sjálfsumhyggja felur í sér að þú hagar þér á sama hátt gagnvart sjálfinu þegar þú átt í erfiðleikum, gerir mistök eða tekur eftir einhverju sem þér líkar ekki í eigin fari. Í stað þess að hunsa sársauka og bíta á jaxlinn, þá breytirðu hugarfarinu og einblínir á; hvernig get ég stutt mig á þessari stundu? Í stað þess að dæma miskunnarlaust og gagnrýna þig vegna ýmissa annmarka, þýðir sjálfsumhyggja að þú sýnir góðsemi og skilning þegar þú stendur frammi fyrir persónulegum mistökum – þegar öllu er á botninn hvolft, hver sagði að við ættum að vera fullkomin? Mögulegt er að taka rafrænt próf og sjá hvaða hæfileika við höfum til sjálfsvinsemdar.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir