Lögð er áhersla á virka þátttöku og tengingu við veruleika þátttakenda til að hámarka árangurinn
Þarfagreining er unnin áður en námskeið hefst svo að tryggt sé að tekið verði á raunverulegum áskorunum hverju sinni. Lögð er áhersla á virka þátttöku og tengingu við veruleika þátttakenda til að hámarka árangurinn. Notaðar eru aðferðir hóp- og teymismarkþjálfunar. Áhersla er lögð á að efnið sé hagnýtt og aðgengilegt og byggir það á viðurkenndum og fræðilegum grunni.
Námskeið og vinnustofur á vegum PRO eru fyrir:

Frammistöðusamtöl
Mikilvægi þess að fá endurgjöf frá yfirmanni fær stöðugt aukið rými í nútíma stjórnunarháttum. Lærum áhrifaríkar aðferðir við leiðbeinandi endurgjöf á hvetjandi hátt.

Stjórnum streitu – forðumst kulnun
Eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsframa. Það er stutt á milli velgengni í starfi og kulnunar. Lærum að skilja eigin ábyrgð, taka stjórn á aðstæðum og skilja að við höfum alltaf val.

Breytingastjórnun
Lærum að selja starfsfólki virði breytingarinnar og að byggja upp traust, ásamt því að læra öflugar aðferðir til að stýra sér og öðrum í gegnum breytingar.

Áhrifarík framsaga
Þjálfunin er öflug og ætluð þeim sem ætla að ná árangri með því að; fanga athyglina strax, veita innblástur, selja hugmyndir, svara krefjandi spurningum og njóta þess að miðla.

Söluþjálfun
„Enginn vill láta selja sér en allir vilja kaupa“. Lærðu að hlusta til að greina, skilja þarfir og byggt á því: vekja áhuga, stýra væntingum og skapa sameiginlegan ávinning.

Virðisaukandi teymi
Þjálfunin felur í sér að þjálfa stjórnendur í að verða teymisþjálfari síns teymis og að þeir öðlist færni til að styðja við og efla jákvæða framþróun teymisins.

Framtíðarleiðtoginn – jákvæð leiðtogafærni
Lögð er áhersla á hagnýtingu jákvæðrar sálfræði í leiðtogahlutverkinu til að draga fram bestu eiginleika hvers og eins, nýtum aðferðir markþjálfunar og eflum þrautseigju til að umbreyta.

Tíma- & verkefnastjórnun
Tíminn er ein dýrmætasta auðlindin sem við höfum. Lærum fjölbreyttar aðferðir tímastjórnunar í áskorunum nútímans.

Leiðbeinandi endurgjöf til vaxtar
Eitt af mikilvægustu hlutverkum leiðtoga er að veita sanngjarna og krefjandi þjálfun „coaching“ þ.e. að leiðbeina, leiðrétta og taka á mistökum.

Hugarfar grósku – Skapandi hugsun
Við höfum val um hugarfar og hugarfar grósku hjálpar okkur að takast á við áskoranir í síbreytilegu umhverfi. Lærum að hugsa á grænu ljósi, því ef það er vilji þá er leið.

Nýr stjórnandi
Það er enginn fæddur stjórnandi, því er þjálfun mikilvæg. Farið er í grunnatriði nútíma stjórnunar ásamt því að skilja hvað felst í leiðtogahlutverkinu. Vera fyrirmynd á sanngjarnan og sannarlegan hátt.

Vinna í flæði „flow“
Í jákvæðri sálfræði er til aðferð sem kallast „að vinna í flæði“ – þetta er öflug leið sem skilar okkur margfalt til baka. Lærðu falinn kraft algjörrar helgunar.

Hagnýting markþjálfunar í stjórnun
Aðferðir markþjálfunar hvað varðar spurningar og hlustun hafa margsannað sig í leiðtogahlutverkinu sem er nú mögulega flóknara en nokkru sinni fyrr.

Uppúr hjólfarinu – að taka þátt í breytingum
Varanlegar breytingar krefjast undirbúnings og breytts hugarfars. Lærum aðferðir til að halda okkur öguðum í breytingavegferðinni.

Hamingja og vellíðan
Leiðin að hamingju er ferðalagið sjálft, ekki áfangastaðurinn. Hamingja er mælikvarði á hve vel við tökumst á við áskoranir, erfiðleika og sorg.

Orkustjórnun
Góð orkustjórnun gengur út á að skilja betur vinnulag sitt. Skilja hvenær maður er í ólíkri orku fyrir ólíka hluti. Við skoðum helstu orkugjafa og einnig það sem stelur frá okkur orku.

Styrkleikar okkar og gildi
Lærðu að þekkja sjálfan þig betur og nýta tækifærin til að hámarka þinn árangur – þína lífsfyllingu. Þekkjum við mörkin þegar styrkleikar eru vannýttir og þegar þeir eru ofnýttir?

Jafningjastjórnun
Það er krefjandi hlutverk að verða stjórnandi jafningja ekki síst ef þú varst áður einn af hópnum. Við förum í þær áskoranir sem fylgja nýju hlutverki ásamt því að læra aðferðir nútíma stjórnunar.

Sjálfsvinsemd
Rannsóknir sýna að fólk sem bælir tilfinningaástand sitt er í meiri hættu að verða veikt, bældar tilfinningar leiða til líkamlegrar streitu sem dregur úr áhrifamætti ónæmiskerfisins til að takast á við sjúkdóma.

Helgun og velferð
Starfsánægja og helgun í starfi eru mikilvægir mælikvarðar á framlegð, hamingju og heilsu. Lærum að vera ávallt vel hlaðin orku til að takast á við nútímann og kröfur hans.

Valdefling – yfirfærsla ábyrgðar
Aðferðin við að valdefla og yfirfæra ábyrgð skiptir sköpum og ávinningurinn er margþættur. Öflug þjálfun í áhrifaríkum aðferðum við að fela öðrum vald og ábyrgð.

Tilfinningagreind og viðhorfsstjórnun
Hversu tilfinningalega hraustur ertu? Lærum að bæta tilfinningalegt hreysti og tökum stjórn í slíkum aðstæðum í stað þess að leyfa aðstæðum eða fólki að taka stjórn á okkur.

Samvinna sem skapar virðisauka
Teymisvinna er sívaxandi hluti af starfsumhverfi þar sem við vinnum með ólíkum einstaklingum og oft og tíðum með fólki sem við þekkjum mis vel.

Hvatning og endurgjöf
Það er krefjandi að gefa vandað og einlægt hrós og því mikilvægt að þjálfa sig í þeim efnum. Hrós getur haft mögnuð áhrif á manneskju, jafnvel til umbreytinga.

Markmiðasetning
Markmið skapa væntingar sem er grunnurinn að árangri, það getur verið auðvelt að setja sér markmið en erfiðara að ná þeim og því mikilvægt að vandað sé til þeirra.

Þrautseigja og seigla
Seigla er að vita hvernig eigi að takast á við mótlæti og áföll. Seiglan er mælikvarði á hversu mikið þú vilt eitthvað og hversu mikið þú ert tilbúinn og fær um að yfirstíga hindranir til að ná því.

Sáttamiðlun
Sáttamiðlun er aðferð til lausnar ágreinings. Með aðstoð óháðs og hlutlauss sáttamiðlara komast aðilar sjálfir að samkomulagi um lausn ágreiningsins.

Samskiptasáttmáli
Að fylgja skapalóni, leikreglum eða öðrum viðmiðum sem hjálpa okkur að eiga uppbyggileg og árangursrík samskipti er orðið viðmið hjá mörgum fyrirtækjum.

Þjónusta sem skapar virðisauka
Óánægðir viðskiptavinir eru stórhættulegir! Lærðu að fanga athygli og koma á óvart en á sama tíma stýra væntingum og fara fram úr þeim, þ.e. veita framúrskarandi þjónustu.

Sjálfstraust
Hvað er sjálfstraust eiginlega? Það er ákaflega mikilvægt að skilja afhverju við upplifum sjálfstraust og skilja hvað í okkar fari er að blómstra – nýta það síðan til að fara inná ný svið.

Sálrænt öryggi
Í teymisvinnu er mikilvægt að vera frjó, taka áhættu og vera óhrædd við ágreining. Mikilvægi sálræns öryggis sker því úr um árangur og gæði afurða teymisvinnu.

Samningatækni á mannlegu nótunum
Við skoðum hvaða eiginleikar einkenna góðan viðsemjanda, mikilvægi undirbúnings og þess að horfa á allar hliðar ásamt því að læra að forðast algeng mistök og pytti.

Skilvirkari fundarmenning
Mikilvægi funda hefur stöðugt aukist, ekki síst vegna aukinnar teymisvinnu. Á sama tíma kvörtum við flest yfir því að alltof mikið af vinnutíma okkar fari í fundi. Fundir kosta!

Þjónusta innávið – væntingastjórnun
Allir eru að þjónusta einhvern hvort sem það er hinn eiginlegi viðskiptavinur eða samstarfsaðili sem er að þjónusta hann. Góð þjónusta frá innsta kjarna getur haft mikil áhrif á útkomuna.

Samskipti til árangurs
Af hverju löðumst við að fólki sem er leikið í samskiptum? Í þjálfuninni lærum við lykilþætti sem skipta máli til að hámarka árangur okkar í samskiptum.