Við erum einstaklingar og því ólík og það tekur mörgum sinnum lengri tíma að gera hlutina þegar maður er ekki „í stuði“. Í vinnunni erum við gjarnan undir þrýstingi sem getur leitt til streitu sem mögulega dregur úr afköstum eða gæðum vinnunnar. Það hefur svo aftur bein áhrif á að við áorkum miklu minna í frítíma okkar sem þá minnkar lífsfyllingu.​

Í jákvæðri sálfræði er til aðferð sem kallast „að vinna í flæði“ – þetta er öflug leið sem skilar okkur margfalt til baka. Taktu venjubundið verk og sjáðu hvernig þú getur gert það betur, hraðar og unnið það enn skilvirkara. Í stuttu máli, lærðu falinn kraft algjörrar helgunar, sálfræðilegt ástand sem kallað er flæði samkvæmt rannsóknum og kenningum Mihaly Csikszentmihalyi. Með því að tileinka sér þessa aðferð þá hefur það mikil áhrif á árangur og líðan þess sem notar hana.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir