Við höfum áralanga og umfangsmikla reynslu af hönnun viðburða. Í okkar huga eru allir viðburðir hópefli í sjálfu sér og auka á samkennd og menningu vinnustaðarins. Við brúum bil menningarheima og eflum mannauðinn í þeim tilgangi að tengja fólk og halda upp á allt það sem svo erfitt er að orða.

Ánægðir viðskiptavinir

PRO fyrir þig

Árshátíð

Árshátíðin er einn stærsti viðburður ársins og þar með mikilvæg hópefling til að styðja við fyrirtækjamenninguna. Við höfum víðtæka reynslu af skipulagningu árshátíða af öllum stærðum og gerðum. Það skiptir miklu máli að vandað sé til verka og sjáum við um allt af fagmennsku frá hinu smæsta til hins stærsta. Stjórnendur og árshátíðanefnd geta því verið áhyggjulaus og notið hátíðarinnar með sínu fólki.

Sjá meira

Starfsdagar

Virði starfsdaga hefur vaxið samhliða áherslu á þátttöku hvers og eins í vegferð fyrirtækisins. Við hjálpum til við að móta skýr markmið fyrir daginn og sníðum dagskrána að þörfunum svo tilsettum árangri sé náð. Við förum bæði óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir, allt eftir þörfum og markmiði dagsins. Við framkvæmum svo daginn með úrvalsliði fagsfólks úr okkar röðum, enda persónuleg þjónusta ein af okkar lykiláherslum.

Sjá meira

Hópefli og fjörefli

Hópefli og fjörefli eru árangursríkar leiðir til þess að viðhalda og efla menningu innan liðsheildar, styrkja hópa og efla samvinnu. Við leggjum áherslu á að einstaklingar upplifi sig örugga með samstarfsfélögunum og kynnist þeim betur. Þess er ávallt gætt að hver einstaklingur geti tekið þátt á sinni forsendu því það sem sumum finnst erfitt finnst öðrum auðvelt. Þarfir og tilefnið hverju sinni getur verið ólíkt og mikilvægt er að hugsa um tilganginn og ávinninginn. Við sníðum hópeflið algjörlega að þörfum hópsins hverju sinni.​

Sjá meira

Fyrirtækjaleikar

Keppnir eru tilvalin leið til þess að hrista hópinn saman og styrkja liðsheildina. Stöðvaleikir, ratleikir og þemaleikir eru fjörug og hressandi skemmtun. Margar útfærslur eru í boði svo sem; Mission Impossible, sveitaleikar, framtíðarleikar, heimsleikar, skemmtileikar, fáránleikar eða ykkar sérsniðnu eigin leikar.  Þátttakendur geta verið allt frá 10 manns upp í nokkur hundruð. Alla leikina er hægt að framkvæma utandyra og einnig inni í hentugu húsnæði.

Sjá meira

Óvissu- og hvataferðir

Óvissu- eða hvataferð er góð leið t.d. til þess að fagna áfanga, þakka fyrir vel unnin störf, byggja og viðhalda góðum starfsanda og þétta hópinn. Á meðan sumir elska að láta koma sér á óvart með óvissuferð þá hentar öðrum betur að fara í fullvissuferð. Ferð getur verið bara ein og sér eða sem hluti af einhverju meiru s.s. starfsdegi, ráðstefnu eða aðdragandi að árshátíð. Við sníðum ferðina algjörlega að þörfum hvers hóps útfrá mörgum þáttum s.s. aldursbili í hópnum, áhugasviði og tímalengd.

Sjá meira

Ráðstefnur og fundir

Miðlun hefur aldrei verið meiri og jafnframt mikilvægari en í dag. Þörfin um samtal án landamæra er mikil og er ráðstefnuformið oft heppileg leið í því samhengi. Ráðstefnur og fundir á vegum fyrirtækja eru einnig í auknum mæli nýttir sem markaðsviðburðir enda miklar væntingar um upplifun. Heimurinn er sífellt að minnka og með tækninni er bæði auðvelt og aðgengilegt að halda rafrænar ráðstefnur og fundi. Mikil þróun hefur orðið í þessari tækni síðustu misserin.

Sjá meira

Markaðsviðburðir og boð

Nútíma viðskiptavinir eru m.a. drifnir áfram af upplifun og hefur það stóraukist að koma vöru og þjónustu á framfæri með öflugum markaðsviðburði. Árangursríkur markaðsviðburður skilur eftir virði hjá markhópnum langt umfram það sem gerist með hefðbundinni auglýsingu. Markmiðið er alltaf að styrkja sambandið við markhópinn ásamt því að skapa óviðjafnanlega upplifun fyrir hann. Við elskum að hugsa út fyrir boxið og aðstoða viðskiptavini okkar við að ná fram þessu extra!

Sjá meira

Hátíðir

Tilefni fyrir hátíð er fjölbreytt enda hugtakið vítt og því gefst oft tilefni til að fagna. PRO er með víðtæka reynslu og tengingar víða um land þar sem við höfum unnið fyrir fyrirtæki og sveitarfélög. Við höfum áralanga reynslu af að sjá um fjölskylduhátíðir, bæjar- og borgarhátíðir, verðlaunahátíðir, afmælis- og víxluhátíðir, menningarhátíðir og „pop up“ viðburði af ýmsum toga. Við undirbúning og framkvæmd slíkra viðburða er sannarlega í mörg horn að líta. Við elskum að hafa gaman, kappkostum að fara nýstárlegar leiðir og búa til verðmætar minningar og mikilvæg tengsl.

Sjá meira
Hámarkaðu upplifunina