Óvissu- eða hvataferð er góð leið til þess að fagna áfanga, þakka fyrir vel unnin störf, byggja og viðhalda góðum starfsanda og þétta hópinn svo eitthvað sé nefnt.

Óvissu- eða hvataferð er góð leið t.d. til þess að fagna áfanga, þakka fyrir vel unnin störf, byggja og viðhalda góðum starfsanda og þétta hópinn. Á meðan sumir elska að láta koma sér á óvart með óvissuferð þá hentar öðrum betur að fara í fullvissuferð. Ferð getur verið bara ein og sér eða sem hluti af einhverju meiru s.s. starfsdegi, ráðstefnu eða aðdragandi að árshátíð.

Við sníðum ferðina algjörlega að þörfum hvers hóps útfrá mörgum þáttum s.s. aldursbili í hópnum, áhugasviði og tímalengd. Við erum með óteljandi hugmyndir að skemmtilegum upplifunum víðsvegar um landið, skynfæraveislu sem höfðar til bragðlaukanna, leysir adrenalínið úr læðingi, örvar menningarþáttinn í okkur svo eitthvað sé nefnt. Markmið okkar er alltaf að allir geti notið og skemmt sér hið besta óháð aldri eða líkamlegu formi.