Óvissu- eða hvataferð er góð leið til þess að fagna áfanga, þakka fyrir vel unnin störf, byggja og viðhalda góðum starfsanda og þétta hópinn svo eitthvað sé nefnt.

Á meðan sumir elska að láta koma sér á óvart með óvissuferð þá hentar öðrum betur að fara í fullvissuferð. Ferð getur verið bara ein og sér eða sem hluti af einhverju meiru s.s. starfsdegi, ráðstefnu eða aðdragandi að árshátíð.