Keppnir eru tilvalin leið til þess að hrista hópinn saman og styrkja liðsheildina.

Keppnir eru tilvalin leið til þess að hrista hópinn saman og styrkja liðsheildina. Stöðvaleikir, ratleikir og þemaleikir eru fjörug og hressandi skemmtun. Margar útfærslur eru í boði svo sem; Mission Impossible, umhverfisleikar, framtíðarleikar, heimsleikar, skemmtileikar, fáránleikar eða ykkar sérsniðnu eigin leikar. Þátttakendur geta verið allt frá 10 manns upp í nokkur hundruð. Alla leikina er hægt að framkvæma utandyra og einnig inni í hentugu húsnæði.

Æskilegt er að leikurinn taki á milli 1 og 2 klst. Fyrirtækjaleikar PRO henta öllum tegundum hópa, við förum eftir aldurssamsetningu, tökum tillit til þjóðernis útfrá tungumáli og fyrirtækjamenningunni svo eitthvað sé nefnt. Þrautirnar eru því sérsniðnar hverju sinni.