Við búum yfir áralangri og umfangsmikilli reynslu af markþjálfun til umbreytinga fyrir stjórnendur, almenna starfsmenn og liðsheildir.
Við stýrum stefnumótun, hönnum og skipuleggjum starfsdaga og hópefli. Við nálgumst verkefnin með aðferðum markþjálfunar.
Ánægðir viðskiptavinir
PRO markþjálfun
Markþjálfun
Markþjálfun er skemmtilegt og krefjandi samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi. Skipulagt og kerfisbundið samtalsform þjálfunarinnar byggir á trúnaði milli viðskiptavinar og markþjálfa og eykur þannig sjálfsskilning og ábyrgð einstaklingsins.
Stjórnendamarkþjálfun
Stjórnendamarkþjálfun (e. Executive Coaching) er víða orðin viðurkennd leið til að þjálfa og efla nýja sem reynda stjórnendur á öllum stigum innan fyrirtækja. Umbreytingastjórnun er eitt af hlutverkum stjórnenda í dag og stjórnendamarkþjálfun því mikilvægur þáttur. Um er að ræða viðurkennda samtalstækni sem hefur það markmið að laða fram það besta í einstaklingi. Stjórnandinn (markþeginn) ákveður viðfangsefnin og markþjálfinn aðstoðar hann með öflugri spurningatækni við að finna leiðina að markinu.
Markþjálfunarmenning
Markþjálfun hefur rutt sér til rúms í atvinnulífinu hér á landi. Hún hefur löngu sannað gildi sitt sem áhrifarík leið til stjórnunar og teymiseflingar sem og einstaklingsmiðuð þjálfun og stuðningur. Fremstu fyrirtæki heimsins hafa með góðum árangri innleitt markþjálfun sem hluta af mannauðsmenningu með eflingu og þróun mannauðs að leiðarljósi.
Hópmarkþjálfun
Hópmarkþjálfun er markþjálfun út frá ákveðnum efnistökum fyrir hóp sem hefur áhuga og/eða þörf fyrir að efla sömu hæfniþætti en hefur ekki endilega sama markmið. Dæmi: Hópur stjórnenda sem vill efla sig í leiðtogafærni en hver einstaklingur hefur sitt markmið. Hér eru allir að læra á sínum forsendum en læra einnig af þeim sem eru í hópnum. Auk hefðbundins árangurs skapast og eflist gjarnan liðsheild slíks hóps og eykur því árangur hvers og eins.
Teymismarkþjálfun
Teymismarkþjálfun er markþjálfun fyrir hóp af fólki sem myndar eitt teymi. Teymi eru af margvíslegum gerðum og geta verið til lengri eða skemmri tíma. Dæmi: Eining í fyrirtæki sem á að ljúka ákveðnu verkefni s.s. innleiðingu á nýju kerfi, opnun á nýrri viðskiptaeiningu o.s.frv. Áhersla er á eflingu allra innan teymisins svo að hægt sé að hámarka gæði vinnu og úkomu.
Stefnumótun
Sá sem stefnir ekkert, fer þangað segir í ágætu máltæki. Stefnan og gæði hennar hafa því afar mikið um það að segja hvernig tekst til. Það er vandasamt að móta góða, djarfa og jafnframt framkvæmanlega stefnu. Það þarf að skoða ytri og innri þætti afar vel áður en stefna er mótuð ásamt því að hafa skýra mælikvarða á stefnuna sjálfa. Það er mikilvægt að hafa faglega lóðsun í slíku verkefni. Við erum þrautþjálfuð í að vinna skýra þarfagreiningu og móta stefnu með viðskiptavinum okkar.
Starfsdagar
Virði starfsdaga hefur vaxið samhliða áherslu á þátttöku hvers og eins í vegferð fyrirtækisins. Við hjálpum til við að móta skýr markmið fyrir daginn og sníðum dagskrána að þörfunum svo tilsettum árangri sé náð. Við förum bæði óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir, allt eftir þörfum og markmiði dagsins. Við framkvæmum svo daginn með úrvalsliði fagfólks úr okkar röðum, enda persónuleg þjónusta ein af okkar lykil áherslum.
Hópefli og fjörefli
Hópefli og fjörefli eru árangursríkar leiðir til þess að viðhalda og efla menningu innan liðsheildar, styrkja hópa og efla samvinnu. Við leggjum áherslu á að einstaklingar upplifi sig örugga með samstarfsfélögunum og kynnist þeim betur. Þess er ávallt gætt að hver einstaklingur geti tekið þátt á sinni forsendu því það sem sumum finnst erfitt finnst öðrum auðvelt. Við sníðum hópeflið algjörlega að þörfum hópsins hverju sinni.
Markþjálfi
Ragnheiður Aradóttir
Ragnheiður er PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi og teymisþjálfi með Dip. master í Jákvæðri Sálfræði og MSc í Mannauðsstjórnun. Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði. Hún er eigandi þjálfunarfyrirtækisins PROtraining & coaching sem býður upp á stjórnendaþjálfun, teymisþjálfun, námskeið, ráðgjöf, lóðsun og fyrirlestra. Hún er PCC vottaður stjórnenda- og teymismarkþjálfi með mörg þúsund tíma að baki og markþjálfar fyrir fjölda fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Hún hefur 20 ára reynslu af þjálfun og námskeiðahaldi og hefur þjálfað yfir 20.000 manns innan fjölda fyrirtækja hérlendis og í stórfyrirtækjum erlendis. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Ragnheiður hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og yfir 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu. Hún hefur einnig setið í fjölmörgum stjórnum og nefndum m.a. sem varaformaður FKA og fyrrverandi formaður ICF Iceland. Ásamt Jóni Þórðarsyni viðburðastjóra og samstarfsaðila rekur hún jafnframt viðburðafyrirtækið PROevents og saman búa þau til öfluga viðburði fyrir fyrirtæki svo sem starfsdaga, stefnumótun og hópefli með það að markmiði að ná fram jákvæðum umbreytingum – ná fram þessu extra! Ragnheiður hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum.
ragga@procoaching.is – 857 1700