Markþjálfun veitir viðskiptavininum umgjörð, stuðning og endurgjöf til að bæta eigin frammistöðu

Markþjálfun er skemmtilegt og krefjandi samtal sem stuðlar að auknum persónulegum þroska og betri árangri í lífi og starfi. Skipulagt og kerfisbundið samtalsform þjálfunarinnar byggir á trúnaði milli viðskiptavinar og markþjálfa og eykur þannig sjálfsskilning og ábyrgð einstaklingsins.

Markþjálfun fer fram með reglubundnum samtölum og byggir á hnitmiðuðum og vekjandi spurningum, viðtölum, verkefnum, persónuleikaprófum, æfingum og fræðslu þar sem viðskiptavinurinn er í brennidepli.

Markþjálfun veitir viðskiptavininum umgjörð, stuðning og endurgjöf til að bæta eigin frammistöðu og er leið til að breyta því sem viðkomandi vill/þarf að breyta og þannig stuðla að auknum lífsgæðum og árangri.