Hjá PRO rúmast allar tegundir viðburðaþjónustu, fjölþætt þjálfun mannauðs, markþjálfun, ráðgjöf og stefnumótun
Ánægðir viðskiptavinir
PROevents stóð svo sannarlega undir nafni varðandi lokahóf EM landsliða því fagmennskan skein alls staðar í gegn. Við munum án efa leita aftur til Jóns og félaga við næsta stórverkefni.
Gunnar Björnsson
forseti Skáksambands Íslands
PROevents komu að skipulagningu og framkvæmd tveggja stórra viðburða Já. Báðir viðburðirnir heppnuðust einstaklega vel og þjónusta PROevents var til fyrirmyndar. Takk fyrir okkur!
Sigríður Margrét Oddsdóttir
Fv. Forstjóri JÁ
Við mælum eindregið með þjónustu PROevents. Þau sáu um starfsdag fyrir okkur sem var gríðalega vel lukkaður. Það sem einkenndi daginn var jákvæðni, gæði og fagmennska. Allt utanumhald og skipulag við daginn var einnig með besta móti.
Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir
starfandi stjórnarformaður PrentmetsOdda ehf.
HappInnnes hópeflis dagurinn okkar var frábær og fór fram úr væntingum okkar þökk sé PROevents. Hann skilaði árangri og gleði til starfsfólksins.
Guðný Hansdóttir
Fv. mannauðsstjóri Innnes
Dagurinn var í alla staði frábær, Ragga hefur einstakan hæfileika að fá fólk til að hlusta og taka þátt. Hún er fljót að greina hópinn, tengja sig inní hann og setja hlutina í rökrétt samhengi. Húmorinn hennar og glettnin lætur engan ósnortinn en um leið er hún nærgætin og ber augljósa virðingu fyrir áheyrendum og sjónarmiðum þeirra. Ég get hiklaust mælt með PROtraining.
Guðrún Alda Elísdóttir
Mannauðsstjóri Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
Glæsileg frammistaða bæði í skipulagningu og framkvæmd. Nauðsynlegt að hafa traustan aðila innan handar þegar allt þarf að ganga hnökralaust. Við mælum eindregið með PROevents.
Halldór Ægir Halldórsson
vörumerkjastjóri
Við vorum nýlega búin í þarfagreiningu á fræðslu hjá Landsvirkjun þegar við fengum Röggu hjá PROcoaching til að þess að aðstoða okkur við að tengja þjálfun beint við ákveðnar þarfir og væntingar. Hún hélt fjölda námskeiða fyrir Landsvirkjun sem hafa mælst afar vel fyrir. Við áttum faglegt og gott samstarf. Þjálfunin hennar var vel sett fram, hún var fljót að lesa hópinn og tengja. Frábær þjónusta og fagleg fram í fingurgóma.
Hildur Jóna Bergþórsdóttir
Sérfræðingur á starfsmannasviði Landsvirkjunar
We were very thankful to have PROEvents help us with our first virtual Iceland Writers Retreat. We got great feedback about how smoothly everything went from a technical perspective. The entire experience was very pleasant and professional and we would be happy to work together again if/when we have the opportunity.
Eliza Reid
Co-Founder, Iceland Writers Retreat & Iceland Readers Retreat
PROevents kom að málþingi sveitarfélaga á Suðurnesjum og ríkisstofnana sem helst sinna velferðarþjónustu við íbúa. Ragnheiður og Rakel héldu utan um daginn með faglegum og skemmtilegum hætti og stýrðu líflegum umræðum sem skiluðu sér í góðri afurð sem verið er að vinna upp úr í sátt við alla sem að málinu koma. Léttleiki, sveigjanleiki og fagmennska setti tóninn fyrir það sem varð á þessum degi og koma skal í náinni framtíð. TAKK fyrir okkur! #viðmælummeð
Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir
Heilbrigðissvið Reykjanesbæjar
PROtraining skipulagði og framkvæmdi fyrir okkur stjórnendaþjálfun með áherslu á jákvæða leiðtogafærni og öflugri liðsheild. Niðurstaða af samstarfi okkar við PROtraining er að mínu mati skarpari fókus á þá þætti sem skipta máli í okkar starfsemi, bætt þekking stjórnenda og þéttari liðsheild. Geri menn betur! Samstarf til fyrirmyndar, 100% þjónusta á alla vegu, einkunnargjöf : 10
Viktor Ellertsson
Mannauðsráðgjafi – Landspítali háskólasjúkrahús
Ragnheiður hlustar vel, dregur út lykilorð úr frásögn og sýnir hvernig lausn flóknustu mála blasir við setji maður vangaveltur fram á einfaldan hátt. Hún setur sig auðveldlega í spor annarra og á auðvelt með að sjá skóginn fyrir trjánum. Hún ýtir við manni á réttum stöðum og er jafn krefjandi og þörf er á hverju sinni.
Loftur St. Loftsson
IT Manager – Marel
Við hjá Hafrannsóknastofnun fengum Röggu til að vera með námskeið í tíma og fundarstjórnun og svo í flæði og orkustjórnun. Það var mikil ánægja með námskeiðin og fékk starfsfólk með sér ýmsar aðferðir við að takast á við amstur vinnudagsins. Ragga er alger snillingur, mikil fagmanneskja og gífulega reynslumikil. Takk kærlega fyrir okkur á Hafró.
Berglind Björk Hreinsdóttir
Mannauðsstjóri Hafrannsóknastofnunar
PROevents aðstoðaði við undirbúning á Herra- og konukvöldum Víkings sem gerði það að verkum að þessar skemmtanir hafa aldrei verið betri.
Friðrik Magnússon
formaður Knattspyrnudeildar Víkings
Ferðin okkar var frábær í alla staði, Jón sá til þess að allt gekk fullkomlega upp, fólkið okkar naut sín í botn og ég alveg áhyggjulaus – þetta var tær snilld.
Harpa Víðisdóttir
mannauðsstjóri hjá Verði tryggingum
Það var einstaklega ánægjulegt að eiga samskipti við PROevents. Fagmennska og úrræðagóð þjónusta með þarfir viðskiptavinar síns ávallt í huga. Það var okkur ómetanlegt að nýta þekkingu og reynslu PROevents fyrir þennan viðburð okkar.
Anna María Þorvaldsdóttir
Fv. Framkvæmdastjóri mannauðs
Jón og hans fólk hjá PROevents hafa séð um árshátíðina hjá mínu fyrirtæki í mörg ár – og það er ekki af neinni tilviljun. Vinnubrögðin eru fumlaus og allt skipulag til fyrirmyndar. PROevents leggja alltaf mikinn metnað í umgjörð árshátíðarinnar, lýsingu, skreytingar og annað slíkt. Það er þetta extra sem kemur manni alltaf skemmtilega á óvart.
Einar Örn Jónsson
Formaður skemmtinefndar
PROevents aðstoðuðu okkur við að halda utan um fyrsta vinnudag starfsmanna Stjórnarráðsins í mars 2015 sem haldinn var í Hörpu. Við vorum mjög ánægð með þeirra framlag, útsjónarsemi og næmni fyrir okkar þörfum.
Ragnhildur Arnljótsdóttir
Ráðuneytisstjóri, Forsætisráðuneytinu
PROevents hélt utan um starfsdag Þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar með miklum sómabrag. Allt skipulag var til fyrirmyndar og þau tókust á við óvæntar síðustu mínútu áskoranir af fagmennsku og yfirvegun. PROevents mætti öllum okkar kröfum um skapandi nálgun og fór fram úr björtustu vonum.
Undirbúningsnefnd
Reykjavík ÞON
Stjórnendaþjálfun PROtraining var góð blanda af fræðilegum pælingum og sjálfstraustsþjálfun fyrir unga stjórnendur. Hressileg og kröfuhörð nálgun Ragnheiðar var uppbyggileg og árangursrík.
Ingibjörg Sverrisdóttir
Rekstrarstjóri ZARA á Ísland
LOCAL lögmenn nutu leiðsagnar og ráðgjafar frá PROcoaching í stefnumótunarvinnu lögmannsstofunnar. Ragnheiður er mikil fagmanneskja og ráðgjöf hennar og leiðsögn veitti okkur mikilvæg tæki til að vinna með innan fyrirtækisins þegar stefna þess var yfirfarin og mörkuð.
PROevents voru fagleg í alla staði, hugmyndarík og útsjónasöm við útfærslu og skipulag Liðsheildardaga SORPU. Dagskráin var sérsniðin að SORPU og skemmti starfsfólkið okkar sér mjög vel. Góðir dagar sem þjöppuði starfsfólki saman. PROevents gerðu svo gott betur og kom með okkur að skipulagi árshátíðar SORPU í beinu framhaldi. Vel skipulagt og gott utanumhald. Takk kærlega fyrir okkur.
Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir
Deildarstjóri umhverfis- og fræðsludeildar Sorpu
Við hjá Íslenskri erfðagreiningu höfum fengið PROevents til að skipuleggja árshátíðir fyrir okkur. Okkur finnst mjög gott að vinna með þeim, þau hlusta vel á okkur og koma með lausnir sem henta vel okkar fyrirtæki. Þau eru mjög áreiðanleg, fagleg og stútfull af góðum hugmyndum. Ég mæli hiklaust með þjónustu PROevents.
Hrefna Thoroddsen
Starfsmannastjóri ÍE
Hér eru allir í skýjunum og hafa aldrei upplifað svona árshátíð í ævintýraheimi – TAKK fyrir ykkar þátt snillingar, gæti ekki verið heppnari með samstarfsaðila.
Auður Þórhallsdóttir
Sviðsstjóri mannauðsmála Virk
PRO sá um tvær 12 tíma óvissuferðir fyrir alls um 150 manns. Allt var mjög vel undirbúið og þau lögðu sig sérstaklega fram til þess að allt gengi vel. Samskipti voru til fyrirmyndar, fagmannlega unnið og þau afar lausnamiðuð. Allir mjög ánægðir með ferðirnar og þau náðu vel til allra aldurshópa.
Hallur Guðjónsson
Mannauðsstjóri Fríhöfnin ehf.
Ragga hefur bæði aðstoðað okkur með markþjálfun og liðsheildareflingu hópa. Hvoru tveggja er gert af mikilli fagmennsku og hugmyndaauðgi bæði hvað varðar skemmtanagildi og fræðslu. Það er einróma álit að það hafi skilað hópunum sterkari.
Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
Starfsmannastjóri Olís
Við hjá Öryggismiðstöðinni leituðum til PROevents og PROcoaching til þess að aðstoða okkur með hugmyndir og framkvæmd að vinnudegi fyrir starfsfólk ásamt skemmtun. Traust þjónusta og fagleg vinna skiluðu okkur sérstaklega skemmtilegum degi og án efa mjög árangursríkum líka. Við erum ánægður viðskiptavinur þessa kraftmikla fyrirtækis. Takk fyrir okkur.
Daði Þór Veigarsson
framkvæmdastjóri sölusviðs
PROevents sá um að skipuleggja og halda utan um árlega ferð stjórnenda í tengslum við vinnudag okkar. Við vorum mjög ánægð með samstarfið við Jón og þjónustuna í heildina. Ég get hiklaust mælt með því að fá PROevents til að sjá um ferðir og viðburði.
Anna Rós Ívarsdóttir
Framkvæmdastjóri mannauðssviðs VÍS
PROevents skipulögðu frábæran starfsdag fyrir okkur hjá Olís. Mikil ánægja með daginn og allt skipulag en dagurinn fór langt fram úr væntingum okkar allra. Fagmannlega staðið að þessu á allan hátt.
Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir
Starfsmannastjóri Olís
Það var frábært að vinna með PROevents, hugmyndaauðgi, fagmennska og skemmtilegar lausnir við hvers kyns hugmyndum sem unnið var með. Viðburðurinn okkar heppnaðist gríðarlega vel og hólin svoleiðist heltust yfir okkur. 100% fagmennska í alla staði. Takk fyrir okkur 🙂
Guðrún Blandon
Mannauðsstjóri VHE
PROevents hafa verið okkar helstu samstarfsaðilar í gegnum tíðina og haft aðkomu að viðburðum af ýmsu tagi, stórum sem smáum. Fagmennska og smartheit eru alltaf til fyrirmyndar og ekkert sem klikkar í skipulagi og utanumhaldi. Þeirra aðkoma gerir gæfumuninn.
Harpa Víðisdóttir
Mannauðsstjóri hjá Verði tryggingum
Nefndin fékk PROevents til þess að framkvæma róttækar breytingar á hátíð bæjarstarfsmanna. Jón og hans fólk bættu heilmiklu „kryddi“ við upphaflegu hugmyndina og niðurstaðan, frábærlega vel heppnuð hátíð sem verður lengi í minnum höfð.
Árshátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar
Árshátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar
Við hjá Origo vorum afar ánægð með undirbúning og framkvæmd sumarveislu fyrir viðskiptavini. Fagmennska fram í fingurgóma.
Finnur Oddsson
forstjóri Origo
PROevents hafa haft umsjón með nokkrum viðburðum hjá Air Iceland Connect. Allur undirbúningur viðburðanna sem og stjórnun þeirra var óaðfinnanlegur – faglega unnið og virkilega gaman og gott að vinna með þeim. Við mælum með PROevents.
Við mælum heilshugar með PROevents og þeirra persónulegu og fagmannlegu þjónustu. Áttum stórgóðan hópeflisdag sem þau Ragga og Jón undirbjuggu fyrir nýjan hóp. Gætum ekki verið ánægðari.
Áslaug Lind Guðmundsdóttir
Manager, RA Finance Sr
Ragnheiður veitti mér gífurlega góðan stuðning þegar mér fannst verkefnin óleysanleg. Með því að spyrja réttu spurninganna varð myndin skýr og gekk upp. Hrós hennar og hvatning drógu fram aukið sjálfstraust og vilja til að ná settu marki. Ég verð henni ævinlega þakklát.
Guðný Björg Hauksdóttir
framkvæmdastjóri mannauðsmála, Alcoa Fjarðaáli
Við mælum mjög mikið með PROevents. Við fengum þau til þess að skipuleggja árshátíðina með okkur og það var frábært að bæði fá ráðgjöf og skipulag hjá þeim, allir starfsmenn okkar voru glaðir með árshátíðina ásamt þeirra skemmtilegu viðburða sem voru skipulagðir fyrir okkur yfir daginn. Fagmannleg vinnubrögð, góð og auðveld samskipti einkenndu þetta góða samstarf.
Við hjá Íslandspósti erum alsæl með aðkomu Jóns og PROevents að árshátíð okkar og 20 ára afmælishátíð. Jón er einstaklega lipur, hugmyndaríkur og snjall og virkilega gaman að vinna með honum að þessum stóra viðburði. Öll aðkoma PROevents að árshátíðinni var til fyrirmyndar í alla staði og við mælum 100% með þeim í verkefni sem þetta. Takk fyrir okkur!
Sigríður Indriðadóttir
Framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Íslandspósts
Þekking, færni og kraftmikið starfsfólk PROevents hefur góðan skilning og einstaka hæfni að hlusta eftir þörfum og óskum fyrirtækisins. Það er augljóst að það skiptir starfsfólk PROevents máli að vanda vel til verka sem kristallast í miklum metnaði, fagmennsku og vilja til að ná árangri.
Sigurður Pálsson
Forstjóri BYKO
Vil þakka kærlega fyrir fjölskyldudaginn. Þetta gekk vonum framar og allir hæstánægðir með daginn.
Þóra Birna Ásgeirsdóttir
Mannauðsstjóri Elkem
Ragga kom til okkar í Tónlistarskóla Rangæinga og var með fyrirlestur og vinnustofu sem snérist um jákvæða sálfræði, samskipti, sjálfsvinsemnd og sálrænt öryggi! Allir himinlifandi eftir daginn og svo þyrstir í meira og við munum klárlega finna annan dag til að geta farið dýpra í efnið!
Sandra Rún Jónsdóttir
Skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga
Ég hef verið svo heppin að hafa Ragnheiði sem stjórnendamarkþjálfa. Hún er einstaklega þægileg, góður hlustandi og hjálpar manni að sjá erfið mál í öðru ljósi, með því að spyrja réttu spurninganna. Hún er einnig dugleg að hrósa, en það er mikilvægur eiginleiki sem eykur sjálfstraust og gefur aukna orku.
Þórey Jónsdóttir
Mannauðsstjóri Airport Associates
Kærar þakkir fyrir afar gott samstarf og árangursríka þjálfun. Ragnheiður heyrir raddir allra, tengir ólík sjónarmið einkar vel og hefur sterkt innsæi. Hún er snögg að setja sig í spor annarra og kemur ávallt beint að kjarna málsins. Kallar fram það besta í fólki, nær fram hreinskiptum, traustum og lausnamiðuðum samskiptum sem færa árangur.
Brynjar Viggósson og Nanna Herborg Tómasdóttir
flutningasviði Eimskips
Samvinnan með PROevents var til hreinnar fyrirmyndar og viðburðurinn heppnaðist fullkomlega – fór langt fram úr okkar væntingum! Það var aldrei vafi á að við værum í höndum snillinganna hjá PROevents.
Ólafur Már Sigurðsson
Framkvæmdastjóri Stellar Seafood
Við hjá Mannviti fengum þau hjá PROevents til að sjá um að skipuleggja árshátíðina hjá okkur. Allt gekk fullkomlega upp og áttum við mjög gott samstarf við þau. Bæði komu þau með góðar hugmyndir um framkvæmd árshátíðarinnar og einnig brugðust þau vel við öllum okkar kröfum og áherslum. Árshátíðin gekk eins og í sögu og var með betri árshátíðum sem við höfum haldið.
Drífa Sigurðardóttir
Fv. starfsmannastjóri Mannvits
PROevents eiga mikið hrós skilið fyrir gott skipulag og faglega nálgun á alla þætti starfsdags Mannvits. Þetta var í fyrsta sinn sem allt starfsfólk hittist á vinnudegi sem þessum og var okkur hjartans mál að vel tækist til sem það svo sannarlega gerði. Starfsfólk var mjög ánægt og mannamót Mannvits komið til að vera. Takk kærlega fyrir okkur og við hlökkum til að vinna með ykkur að fleiri skemmtilegum viðburðum.
Hildur Þórisdóttir
Mannauðsstjóri
PROevents sáu um frábæran hópeflisdag fyrir starfsmenn Vísis hf. sem heppnaðist svona glimrandi vel. Þrátt fyrir að hópurinn væri stór og fjöltyngdur náðist að þjappa hópnum vel saman og gleðin skein úr hverju andliti. Kærar þakkir fyrir okkur!
Ágústa Óskarsdóttir
Fv.starfsmannastjóri Vísis hf
PROevents komu að skipulagningu Fjölskyldudags Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem var haldinn í Árbæjarsafni. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mælir eindregið með PROevents því þar er að finna fagmenn fram í fingurgóma og við eigum eflaust eftir að leita til fyrirtækisins aftur. Takk kærlega fyrir samstarfið.
Við hjá Valitor fengum PROevents til að halda utan um og skipuleggja dagskrá á starfsdeginum okkar sem haldinn er einu sinni á ári. Dagskráin og skipulagningin var eins og best verður á kosið. Dagurinn var mjög skemmtilegur og mikil ánægja með hann meðal starfsmanna. Við getum hiklaust mælt með PROevents í svona verkefni.
Stefán Ari Stefánsson
Fv. Mannauðs- og rekstrarstjóri Valitor
Sú vinna sem hefur farið fram fyrir Reykjanesbæ, hefur skilað árangri og verið mjög fagleg. Hvort sem er um viðburði eða markþjálfun stjórnenda að ræða, þá höfum við fengið topp þjónustu og nákvæmlega það sem við báðum um.
Hanna María Jónsdóttir
Fv. Mannauðsstjóri Reykjanesbæjar
Takk fyrir okkur, árshátíðin var algjör snilld og virkilega vel heppnuð.
Skemmtiatriðin, salurinn og maturinn voru alveg upp á 10 🙂
Stjórn Læknafélags Reykjavíkur réð Jón hjá PROevents til að sjá um allt utanumhald og framkvæmd fyrir árshátíðir LR um árabil. Samskipti við hann voru hnökralaus og allt gekk eins og í sögu. Við munum klárlega leita aftur til PROevents, takk fyrir okkur!
Arna Guðmundsdóttir MD
Fv.formaður Læknafélags Reykjavíkur
Takk fyrir góða ferð. Hún heppnaðist vel í alla staði og mannskapurinn er mjög ánægður.
Hanna Ólafsdóttir
Framkvæmdarstjóri Juris
Við hjá Skólamat fengum PROevents til að halda utan um árshátíðina okkar. Það var dásamlegt hvað hlustað var á okkar hugmyndir og þeim fylgt eftir, undirbúningur og skipulag var til fyrirmyndar og þegar óvænt atriði komu upp var því reddað án þess að nokkur fyndi fyrir því. Jákvætt viðmót og liðlegheit voru í fyrirrúmi. Kærar þakkir fyrir okkur.
Fanný Axelsdóttir
Mannauðs- og samskiptastjóri
Við hjá Húsasmiðjunni fengum PROevents til þess að hjálpa okkur með árshátíðina okkar. Við gætum ekki verið glaðari með þjónustuna þeirra. Þau eru áreiðanleg, frjó og hugmyndrík, einstaklega þjónustulunduð og mjög sveigjanleg. Vegna stöðunnar á covid komu upp ýmsar áskoranir í undirbúningi og það er óhætt að segja að það er örugglega fátt sem slær þau út af laginu, alltaf hugsað í lausnum og endaútkoman frábær. Takk kærlega fyrir okkur!
Edda Björk Kristjánsdóttir
Mannauðsstjóri Húsasmiðjunnar
Þið eruð algjörir snillingar og svo sannarlega Pro í gegn. Og ég held að „Nei“ sé bara ekki til hjá PROevents, bara lausnir.
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir
f.v. Mannauðsstjóri Marel á Íslandi
Það er öruggt að fólk hefur sjaldan eða aldrei skemmt sér betur á jólahátíð hjá Starfsmannafélagi Securitas. Mig langar að hrósa Jóni fyrir einstaklega góða þjónustu frá byrjun hugmyndasmíðinnar til enda jólahátíðarinnar. Við munum pottþétt leita til PROevents aftur.
Steinn Jónsson
Fv. forseti stjórnar Starfsmannafélags Securitas
Það var almennt mikil ánægja með árshátíðina og þið hjá PROevents eigið hrós skilið fyrir frábæra vinnu og gott utanumhald.
Árshátíðarnefnd Landsvirkjunar
Árshátíðarnefnd Landsvirkjunar
Ragnheiður Aradóttir hélt stjórnendanámskeið á haustþingi Samtaka tónlistarskólastjóra sem vakti mikla lukku. Fyrirlesturinn var lifandi og skemmtilegur, en jafnframt mjög gagnlegur. Ragnheiður las hópinn mjög vel og náði strax góðum tengslum og virkri þátttöku. Tónlistarskólastjórar voru mjög ánægðir með námskeiðið, og ég mæli með námskeiði hjá Ragnheiði fyrir alla stjórnendahópa.
Júlíana Rún Indriðadóttir
Varamaður samstarfsnefndar um tónlistarfræðslu og stjórnarmaður Nótunnar
PROevents gerði starfsdaginn okkar faglegan, árangursríkan og skemmtilegan – STOMPIÐ hitti beint í mark. Frábært samstarf.
Hrafnhildur Hauksdóttir
Gæðastjóri BL
I met Ragnheiður in a management development training. She is an amazing trainer! Her way of teaching the participants of the training is outstanding and brings out the best in anyone. At any time, I would participate again in a training with Ragnheiður!
Alexander Gawel
Key Account Manager at Bertelsmann
Golfklúbburinn Leynir réð PROevents til að skipuleggja lokahófið á Íslandsmótinu í golfi og tókst það afar vel. Við vorum mjög ánægð með allt skipulag og framkvæmd og höfðu gestir orð á því hvað lokahófið væri glæsilegt.
Guðmundur Sigvaldason
Fv. Framkvæmdastjóri GL
Við gerðum rafrænan viðburð og fengum frábæra þjónustu og stuðning við að koma þessu öllu heim og saman. Mæli 100% með Jóni og Pro í undirbúninginn, framkvæmdina og allt sem að viðburði snýr. Við hefðum ekki getað haldið svona viðburð án þeirra.
Hanna María Jónsdóttir
Mannauðsstjóri Rapyd
Það var mikil ánægja með fjölskyldudaginn í okkar herbúðum 🙂 Skipulagið, dagskráin, veitingarnar, leikjalandið, skemmtikraftarnir… þetta var allt að slá í gegn og allir alsælir.
Sigríður Indriðadóttir
Fv. Mannauðsstjóri Mannvits
Þetta var alveg mögnuð árshátíð – frábærlega að verki staðið – PROevents eiga mikið hrós skilið 🙂
Þorsteinn Þorsteinsson
Fv.fjármálastjóri Rúmfatalagersins
Þakka fyrir fagleg vinnubrögð og skemmtilega nálgun af hálfu PROevents. Tilgangur dagsins var með ákveðnum hætti og var öll dagskráin byggð út frá þeirri nálgun, bæði stjórnendur og starfsmenn voru mjög ánægð með árangurinn og er verið að vitna í daginn hér oft á dag.
Magnús Óli Ólafsson
Forstjóri Innnes
PROevents kom lokahófi árgangamóts ÍA á hærra level og bjó til sannkallaða carnival stemmningu sem fór gríðarvel í mannskapinn. Hugmyndaauðgi og útsjónarsemi á hæsta stigi. Við mælum hiklaust með PROevents.
Haraldur Ingólfsson
Fv. Framkvæmdastjóri KFÍA
Kærar þakkir fyrir frábæran dag og enn fremur fyrir allan undirbúninginn undanfarnar vikur og mánuði. Samstarfið við ykkur gekk með eindæmum vel og við erum í skýjunum með afmælishátíðina og ferðaskrifstofupartýið sem bæði tókust frábærlega. Þið eruð snillingar og mikið fagfólk 🙂
Árni Gunnarsson
Fv. framkvæmdastjóri Air Iceland Connect
Markþjálfunin fyrir stjórnendur okkar hefur skilað sér í auknu sjálfstrausti þeirra til að takast á við ögrandi áskoranir í krefjandi breytingaferli. Hún hefur hjálpað þeim að virkja hópinn sinn og framkvæma á árangursríkan hátt.
Helgi Bjarnason
Fv. framkvæmdastjóri hjá Arion Banka
Þetta var alveg frábært, svo skemmtilegt og passlegt og allir hæstánægðir. Allt 120% frá upphafi til enda hjá ykkur
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Mannauðsstjóri Vita og Iceland Travel
Við í Félagi um skjalastjórn fengum Röggu til okkar á Teams í síðustu viku og flutti hún alveg frábæran fyrirlestur um skapandi hugsun og hugarfar grósku. Efnistökin voru í senn fróðleg, áhugaverð og skemmtileg. Ragga var með lifandi og hvetjandi flutning og fékk þátttakendur í skemmtilegar umræður og spjall sem er alls ekki sjálfgefið á fjarfundi. Við þökkum kærlega fyrir okkur!
Sandra Karen Ragnarsdóttir
Varaformaður stjórnar og formaður fræðslunefndar Félags um skjalastjórnun
PROevents skipulagði hópeflisdag fyrir VITA starfsfólk þar sem ný gildi voru innleidd með gamansömu ívafi í bland. Allt tókst frábærlega í skipulagningu og framkvæmd, 120% frá upphafi til enda. Sem mannauðsstjóri VITA hefði ég ekki getað verið ánægðari með útkomuna! Innleiðing á frekari fagmennsku og starfsfólkið dekrað í leiðinni.
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Mannauðsstjóri VITA
Bestu þakkir fyrir dásamlegan hópeflisdag. Þið eruð fagmenn fram í fingurgóma. Dagurinn var fjölbreyttur og krafðist þess að við nýttum styrkleika okkar sem liðsheild. Nú horfum við svo sannarlega einbeitt fram á við.
Heiðrún Erika Guðmundsdóttir
Deildarstjóri, Hagstofa Íslands
Hjartans þakkir fyrir frábært samstarf við 10 ára afmælisráðstefnu VIRK og afmælishófið um kvöldið í Hörpu þann. Allt var þaulskipulagt að hálfu PROevents og hvert atriði fagmannlega unnið. Gríðarlega mikil ánægja með allt samstarf og undirbúning þessara viðburða og ljóst að Jón er fagmaður fram í fingurgóma sem leggur mikla aðlúð í hvert smáatriði.
Auður Þórhallsdóttir
Sviðsstjóri mannauðsmála Virk
Ragga hefur einstakt lag að ná til hópsins með líflegri og skemmtilegri framsetningu á efni námskeiðsins. Þjálfunin skilaði sér einstaklega vel þegar stjórnendur þurftu að takast á við mjög krefjandi aðstæður í vinnu á sama tíma og námskeiði stóð. Aðferðafræðin nýttist þá sérlega vel með beinum hætti. Ragga er mjög fagleg og náði að þjappa hópnum vel saman.
Þórey Jónsdóttir
Mannauðsstjóri Airport Associates
Við hjá Trackwell fengum Röggu til að aðstoða okkur á starfsdegi. Takk PROevent fyrir frábæra vinnu og mikla fagmennsku.
Jón Ingi Björnsson
Framkvæmdastjóri Trackwell
PROevents hafði umsjón með árshátíð Starfsmannafélags Pennans / Eymundsson og heppnaðist hún frábærlega. Jón og samstarfólk var með allt sitt á hreinu og gott skipulag, bentu okkur á góða hluti og útveguðu það sem þurfti til og árshátínið okkar var hin glæsilegasta. Við mælum með þeim og eigum vonandi eftir að njóta krafta þeirra í fleiri viðburðum.
Árshátíðarnefnd
Pennans / Eymundsson
PROevents voru mjög fagleg í undirbúningi og framkvæmd vorferðar starfsmanna. Þau voru sérlega sveigjanleg og útsjónarsöm, og góð í að aðlaga dagskrána aðstæðum og veðri. Algerlega sérsniðið að okkar þörfum og ferðin sló í gegn. Við mælum eindregið með PROevents. Takk fyrir okkur.
Laufey Ása Bjarnadóttir
Verkefnastjóri UT-sviðs Íslandsbanka
Starfsmannafélag Þorbjarnar ákvað að hafa samband við PROevents vegna skipulagningar við árshátíð félagsins og urðum við sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. PROevents eru fagmennskan uppmáluð og sáu þau um allt frá upphafi til enda. Skemmtiatriðin, utanumhaldið og árshátiðin sjálf heppnaðist gríðalega vel. Við mælum hiklaust með þjónustu þeirra.
Marta Karlsdóttir
Formaður árshátíðarnefndar Þorbjarnar
PROevents skipulagði stórglæsilegt afmælis- og innflutningsboð fyrir okkur sem stóðst allar okkar væntingar. Ég var ánægður með þeirra framlag, allt gekk að óskum og kvöldið ótrúlega vel heppnað. Ég get svo sannarlega mælt með þeirra faglegu og flottu þjónustu.
Sigþór Kristinn Skúlason
Framkvæmdastjóri Airport Associates
Nonni og Ragga hjá PROevents komu að skipulagningu Valitor dagsins í Hörpu. Það var gæfuspor að fá þau til liðs við okkur enda fagmenn fram í fingurgóma. Við munum án efa leita til PROevents aftur og gef ég þeim mín allra bestu meðmæli.
Guðmunda Smáradóttir
Fv. Learning & Development Manager
Ástríða – Aðlögunarhæfni – Áreiðanleiki
Með gildin að leiðarljósi leggur PRO höfuðáherslu á að veita áreiðanlega þjónustu svo að viðskiptavinir geti náð markmiðum sínum og vinnustaðarins á sem hagkvæmastan og árangursríkastan hátt! Við nálgumst öll verkefni af ástríðu og trúum því jafnframt að markviss aðlögun sé lykilatriði fyrir útkomu sem rúmar þarfir og óskir viðskiptavina.
Þjónusta
Viðburðir
Við höfum víðtæka og áralanga reynslu af hönnun viðburða. Í okkar huga eru allir viðburðir hópefli í sjálfu sér og auka á samkennd og menningu vinnustaðarins. Við brúum bil menningarheima og eflum mannauðinn í þeim tilgangi að tengja fólk og halda upp á allt það sem svo erfitt er að orða.
Sjá meira
Námskeið
Við höfum langa og yfirgripsmikla reynslu af þjálfun mannauðs. Við þjálfum til eflingar og umbreytinga hvort sem er stjórnendur eða liðsheildir. Við hagnýtum jákvæða sálfræði og sérsníðum öll okkar námskeið og vinnustofur að þörfum viðskiptavina okkar.
Sjá meira
Markþjálfun
Við búum yfir djúpri þekkingu og umfangsmikilli reynslu af markþjálfun til umbreytinga fyrir stjórnendur, almenna starfsmenn og liðsheildir. Við stýrum stefnumótun, hönnum og skipuleggjum starfsdaga og hópefli. Við nálgumst verkefnin með aðferðum markþjálfunar.
Sjá meira