Hvert skipti á námskeiði miðast við 3-4 klst. Lengd þjálfunar stýrir því hve mikið efni verður tekið fyrir og hve djúpt verður farið í hvern þátt. Gott er að miða við að hver efnistök taki um 1 – 2 klst. en geta farið upp í allt að heilan dag sé mikið af verklegri nálgun. Heimaverkefni eru á milli skipta á lengri námskeiðum. Einstaklingsmarkþjálfun í kjölfar námskeiðs eykur enn frekar árangur og hæfni þátttakenda til að nýta þekkinguna.