Stjórnandinn sem teymisþjálfi 

„A team is not a group of people that work together. A team is a group of people that trust each other.“ – Sinek ​

Ein af stóru áskorunum stjórnenda er að ná því besta út úr teyminu. Teymisþjálfun er markþjálfun fyrir hóp af fólki sem myndar eitt teymi sem hefur sama markmið. Hún hefur á síðustu árum verið að koma meira og meira fram á sjónarsviðið og hefur sannað gildi sitt. Þjálfunin felur því í sér að þjálfa stjórnendur í að verða teymisþjálfari síns teymis og að þeir öðlist færni til að styðja við og efla jákvæða framþróun teymisins. Öll þurfa að skilja tilgang teymisins eins svo að forgangsröðun verði rétt og það hámarki framleiðni. Mikilvægi þess að stjórnandi teymis geti nálgast hvern og einn á þeirra forsendu, geti laðað fram það besta í hverjum og einum, búið til umgjörð sem hvetur til árangurs svo teymið skili ekki bara virði í takt við stærð þess, heldur virðisauka (1+1=3) og á sama tíma hámarkað ánægju hvers og eins. ​

Fyrir hverja: Stjórnendur