„The power of habit“ – Duhigg, fjallar um af hverju við gerum það sem við gerum. Ofurkraftur vanans sem hjálpar okkur að vera afkastamikil án þess að leggja í raun mikið á okkur. Það sem við gerum af vana er átakalaust eins og að keyra bíl. Við þurfum ekki mikið að hugsa um aksturinn og getum gert ýmislegt annað á leiðinni án þess að það bitni á akstrinum. Eru allar venjurnar okkar góðar eða eru þær mögulega að stuðla að stöðnun, jafnvel afturför? Mikilvægi þess að staldra við, skoða hverju þarf að breyta og þróa í takt við nýja tíma og búa til áætlun um að komast svo upp úr hjólfarinu, getur skipt sköpum. Það er ekki nóg að vita og langa, það þarf að gera hlutina öðruvísi. Það getur verið erfitt og jafnvel ógnvænlegt og því er auðvelt að gefast upp áður en við byrjum eða gefast upp og vera komin í gamla farið fyrr en varir. Varanlegar breytingar krefjast undirbúnings, bæði áþreifanlegs og breytts hugarfars og við þurfum að vera viss um að við höfum þá ,,triggera“ sem þarf til að halda okkur öguðum á þeirri breytingavegferð sem við ætlum okkur í. Annars verðum við einfaldlega skilin eftir.

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir