Seigla er að vita hvernig eigi að takast á við mótlæti og áföll. Seiglan er mælikvarði á hversu mikið við viljum eitthvað og hversu tilbúin og fær við erum að yfirstíga hindranir til að ná því, jafnvel hverju við erum tilbúin til að fórna! Sálfræðilega er seigla hugræn færni sem gerir okkur kleift að sigrast á hindrunum í lífinu í stað þess að láta þær slá okkur út af laginu. Allt þetta hefur með tilfinningalegan styrk þinn að gera. Sálfræðingar skilgreina seiglu sem eiginleika til að takast á við mótlæti, áföll, hörmungar, ógnun eða verulega streitu – svo sem fjölskyldu- og samskiptavandamál, alvarleg heilsufarsvandamál eða álag á vinnustað. Jákvætt hugarfar skipar stóran sess og getur breytt veröldinni úr jafnvel fjandsamlegum stað í stað tækifæranna. Mögulegt er að taka rafrænt próf og sjá hvernig við stöndum að vígi hvað varðar þrautseigju og seiglu.
Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir