Þjónusta er sala! Skoðum hvað þjónusta raunverulega er og hvað er einungis afgreiðsla. Svarað er spurningum eins og: „Hvað felst í því að veita gæða þjónustu?“ Þátttakendur læra að fanga athygli og koma á óvart en á sama tíma stýra væntingum og fara fram úr þeim, þ.e. veita framúrskarandi þjónustu án þess þó að fara í ofþjónustu og skapa falskar væntingar eða jafnvel tap. Óánægðir viðskiptavinir eru stórhættulegir! Þjálfaðir eru þættir eins og; að setja sig í spor viðskiptavinanna og búa til hollvini og að byggja upp gott orðspor sem er það dýrmætasta sem fyrirtæki geta skapað. Að veita þjónustu sem leiðir af sér sölu. ​

Fyrir hverja: Stjórnendur og liðsheildir